Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

21. fundur 02. nóvember 2015 kl. 16:00 - 18:10 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Karitas Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sævar Jónsson varamaður
  • Kristinn Pétursson varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Deilisk. - Tjaldsvæði Kalmansvík

1509106

Áframhaldandi vinna við svæðið.
Garðyrkjustjóri kynnti skipulags- og umhverfisráði frumdrög að deiliskipulagi við Kalmansvík.

2.Skógræktarfélag Akraness - styrkbeiðni

1510138

Beiðni Jens B Baldurssonar f.h. Skógræktarfélags Akraness um fjárstuðning fyrir starfsárið 2016.
Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2016.

3.Deilisk. Skógarhverfi 2. áfangi, breyting á nýtingahlutfalli

1508427

Auglýsingatíma lokið.
Deiliskipulagsbreytingin var auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 16. sept. til og með 30. okt. 2015. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

4.Ægisbraut landnotkun

1510137

Breyting á landnýtingu svæðisins.
Málið rætt.

5.Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008 -2022

1509323

Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2022.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagðar breytingar.

6.Heimili og skóli - dekkjakurl í gervigrasvöllum

1509376

Staða málsins kynnt.

7.Skipulags- og umhverfissvið - fjárhagsáætlun 2016

1506064

Sviðstjóri fór yfir helstu tölur.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00