Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

29. fundur 14. mars 2016 kl. 16:15 - 19:50 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Karitas Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Jón Brynjólfur Ólafsson verkefnastjóri
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Vinnuskóli Akraness 2016

1603074

Rekstrarstjóri vinnuskóla lagði fram tillögu að tímatöxtum 14, 15 og 16 ára unglinga í vinnuskólanum fyrir starfsárið 2016.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

2.Stofnanalóðir

1602232

Garðyrkjustjóri lagði fram tillögu að framkvæmdum og viðhaldi stofnanalóða við grunn- og leikskóla Akraneskaupstaðar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna.

3.Reglur um slægjustykki - endurskoðun 2016

1602227

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur garðyrkjustjóra um breytingar á reglum um slægjustykki og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.

4.Þjóðvegur 15 og 15B, lóðaúthlutun undir gróðrarstöð

1512074

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fór yfir drög að samninigi við umsækjanda.

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga frá samningi við umsækjanda fyrir næsta fund ráðsins.

5.Umferðaröryggisáætlun - starfshópur

1310152

Verkefnastjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti drög að umferðarskýrslu.

6.Vallholt 1, endurnýjun lóðarleigusamnings

1601050

Karitas Jónsdóttir vék af fundi en Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sat fundinn undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisráð fer þess á leit að sviðsstjórar stjórnsýslu- og fjármálasviðs og skipulags- og umhverfissviðs leggi fram tillögu að málsmeðferð á næsta fundi ráðsins.

7.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2016

1512116

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fór yfir stöðu mála.

8.Þjóðvegur í þéttbýli

1601468

Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála gagnvart skilum Vegagerðarinnar á Innnesvegi 2019. Ennfremur var farið yfir viðhald Vegagerðarinnar á Faxabraut.

9.Jaðarsbakkar 1 - útisvæði sundlaugar.

1601378

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að undirbúa útboð á framkvæmd í takt við þær hugmyndir sem liggja fyrir.

10.Stillholt 14 - fyrirspurn

1603015

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.

11.Höfðagrund 12 - byggingarleyfi sólstofa

1603058

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.

´

12.Sparkvellir - athugasemd

1603040

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að leita verðtilboða í endurnýjun gervigrasvalla við Brekkubæjarskóla og Grundaskóla.

13.Deilisk. Dalbraut-Þjóðbraut - Dalbraut 6

1405059

Skipulags- og umhverfsráð felur sviðsstjóra að ræða við eigendur Þjóðbrautar 1 og Dalbrautar 2 um þau drög að deiliskipulagi sem liggja fyrir.

14.Lóðir

1603097

VLJ og KJ lögðu fram fyrirspurn um feril mála varðandi umgengni á lóðum og opnum svæðum. Sviðsstjóri upplýsti um feril mála hingað til og þær aðgerðir sem framundan eru gagnvart lóðarhöfum, þar sem aðgerða er þörf.

Fundi slitið - kl. 19:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00