Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

132. fundur 05. nóvember 2019 kl. 08:15 - 11:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Jón Brynjólfur Ólafsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3A

1908198

Lögð fram drög að deiliskipulagsgögnum í Skógahverfi 3A.

2.Fjöliðjan

1910179

Hugmyndir um staðsetningu Fjöliðjunnar.
Farið yfir framkomnar hugmyndir um staðsetningu á Fjöliðju. Fyrirliggjandi hugmyndir verða kynntar forsvarsmönnum Fjöliðjunnar.

3.Deiliskipulag Ægisbrautar - Ægisbraut 25 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

1910228

Umsókn um að byggja við húsið þ.e. hækka þak á suð- vesturhlið hússins.
Umsókn um breytingu á deiliskipulagi lögð fram. Málið tekið fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins.

4.Umferðaröryggisáætlun

1905072

Farið yfir umferðaröryggisáætlun.
Jón Ólafsson verkefnisstjóri fór yfir hugmyndir að hámarkshraða bílaumferðar á götum Akraneskaupstaðar. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og umhverfissviði að vinna málið áfram.

5.Höfðasel 16 - viðhaldsverkefni

1911011

Jón Ólafsson verkefnastjóri, fór yfir nauðsynleg viðhaldsverkefni í Höfðaseli 16. Skipulags- og umhverfisráð felst á að farið verði í aðgerðir er varða hlið inn á svæðið, hús við bílavigt, pressuhús, skjólveggi fyrir spilliefnagáma og aðgerðir er varða fráveitumál.

6.Götuheiti (staðföng)

1911027

Ábending frá þjóðskrá um nafngiftir á nýjum götum á Akranesi.
Í kjölfar deilskipulags á nýrri reiðskemmu er nauðsynlegt að gata frá þjóðvegi 51 inn í hestamannahverfið fái nafn þ.a. hægt sé að stofna lóð undir reiðskemmuna.
Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi fór yfir reglur er varða götuheiti (staðföng). Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og umhverfissviði að koma með tillögu að því hvernig staðið skuli að nafngiftum á nýjum götum á Akranesi.

Ráðið leggur til að stjórn hestamannasfélagsins Dreyra komi með tillögu að nafngift á götu sem liggur frá þjóðvegi 51 inn í hestamannahverfið.
Nafngift verður síðan borin undir bæjarstjórn til endanlegrar staðfestingar.

Fundi slitið - kl. 11:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00