Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Fjöliðjan
1910179
Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður Fjöliðjunnar, fór yfir framtíðarmöguleika í húsnæðismálum Fjöliðjunnar.
2.Fimleikahús - búnaður
1907028
Lagt fram minnisblað frá Ómari Vali Maack frá VSÓ ráðgjöf.
3.Umferðaröryggisáætlun
1905072
Tillögur um hámarkshraða á götum.
Jón Ólafsson verkefnastjóri fór yfir tillögu að hámarkshraða á götum Akraneskaupstaðar. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur Jóni Ólafssyni frekari útfærslu á henni í samráði við lögreglu.
4.Götuheiti (staðföng)
1911027
Götuheiti á götu við reiðskemmu.
Skipulags- og umhverfissráð leggur til við bæjarstjórn að nafn götunnar verði Blautós, samkvæmt tillögu frá hestamannafélaginu Dreyra.
Fundi slitið - kl. 12:15.