Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Deiliskipulag - Garðabraut 1
2204191
Framhald umræðna frá síðasta fundi.
2.Deiliskipulag Krókalón - Krókatún 18 stækkun íbúðarhúss
2209234
Fyrirspurn um að heimila viðbyggingu við núverandi húsnæði.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið. Óskað er eftir ítarlegri gögnum til að hægt sé að grenndarkynna breytinguna.
3.Deiliskipulag Sementsreitur - fyrirspurn.
2209274
Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi Sementsreits er varðar lóð við Suðurgötu 106. Breytingin felst í að breyta byggingareit og færa aðkomu að bílastæðum.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu. Um er að ræða hornhús sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir götumyndina.
4.Suðurgata 20 bílgeymsla - umsókn til skipulagsfulltrúa
2209197
Umsókn um að koma fyrir bílskúr á lóðinni Suðurgötu 20. Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að byggingarleyfið verði grenndarkynnt.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum á Suðurgötu 21, 22 og 23.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum á Suðurgötu 21, 22 og 23.
5.Grasvöllur ÍA á Jaðarsbökkum - vökvunarkerfi
2208122
Umræður um íþróttasvæði ÍA
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið. Málinu að öðru leyti vísað til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Uppbygging á Garðabraut 1, dregur úr vindhraða við Þjóðbraut 1.
Vindvist vegna fyrirhugaðar uppbyggingar á Garðabraut 1, er betri en við Þjóðbraut 1.
Vindvist við innganga og sérafnotareiti við fyrirhugaða uppbyggingu á Garðabraut 1, uppfyllir væntingar.
Skipulags- og umhverfisráð vill áður en frekari skipulagsvinna fer fram að skoðaðar verði frekari útfærslur hússins. Sérstaklega verði vesturhluti þess skoðaður m.t.t. hæðarsetningar og fjölda hæða.