Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Deiliskipulag Krókalón - Krókatún 18 stækkun íbúðarhúss
2209234
Umsókn lóðarhafa um niðurrif á núverandi bílskúr og að reisa í stað hans viðbyggingu við núverandi íbúðarhús, allt að 76 fm á einni hæð. Nýju bílastæði verður komið fyrir við lóðarmörk Krókatúns 20 og byggingarreitur er stækkaður til vesturs. Heildarbyggingarmagn innan lóðar verður allt að 240 fm, aukning um 48,8 fm. Nýtingarhlutfall verður 0,48.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum að Krókatúni 9,11,13,14,15,16 og 20.
2.Lækjarflói 10a - Byggingarleyfi
2003187
Sótt er um byggingarleyfi fyrir stækkun á núverandi byggingu. Setja á stálgám utan á timbureiningar sem fyrir eru og nýta hann sem geymslu, ekki sem vinnurými. Í framhaldi á að klæða gáminn með gráum álplötum. Skipulagið heimilar stækkun á húsnæðinu.
Skipulags- og umhverfisráð fer fram á að fyrirliggjandi mannvirki séu kláruð með fullnægjandi hætti áður en hægt er að fjalla um frekari byggingarleyfi á lóð við Lækjarflóa 10A.
3.Smiðjuvellir 15 breyting inni - umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1
2310178
Sótt er um leyfi fyrir innri- og ytri breytingum á húsinu. Helstu breytingar eru að vörugeymsla 2 bætist við og bílgeymslu er breytt í bifreiðaverkstæði o.fl.
Guðm. Ingþór Guðjónsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um breytingar og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um breytingar og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
4.Höfðasel 15 - umsókn um endurnýjun á skrifstofueiningum
2310140
Erindi Terru um að setja nýjar skrifstofueiningar í stað eldri.
Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa áframhaldandi vinnu við málið.
5.Dalbraut 14 - dekkjahótel
2310284
Dalbraut 14 - gámar á lóð.
Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa, eldvarnarfulltrúa og heilbrigðiseftirliti að vinna málið áfram útfrá lögum og reglugerðum er gilda um stöðuleyfi, brunavarnir, hollustuhætti og mengunarvarnir.
Sigurður Þór Elísson eldvarnarfulltrúi vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.
Sigurður Þór Elísson eldvarnarfulltrúi vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.
6.Breyting á sorpmálum 2023
2210064
Umhverfisstjóri kynnir minnisblað um fyrirkomulag Gámu vegna nýrrar stefnu í sorpmálum: "Greitt þegar hent er". Í því felst að fella niður klippikort og að allir verði rukkaðir fyrir losun úrgangsefna í Gámu, annaðhvort á grundvelli rúmmáls eða þyngdar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að útbúinn verði bæklingur sem sendur verði inn á öll heimili á Akranesi þar sem tunnusamsetning verður útskýrð ásamt því hvernig íbúar geti snúið sér í breytingum vegna þessa. Stefnt er að því að bæklingur um sorphirðu á Akranesi verði kominn inn á öll heimili á Akranesi fyrir árslok.
Lögð er áhersla á að útboðsgögn verði klár til útboðs í nóvember 2023. Sett verði upp tímalína um hvernig staðið verði að kynningarmálum er varðar breytingu á sorphirðu á vegum sveitarfélagsins.
Lögð er áhersla á að útboðsgögn verði klár til útboðs í nóvember 2023. Sett verði upp tímalína um hvernig staðið verði að kynningarmálum er varðar breytingu á sorphirðu á vegum sveitarfélagsins.
7.Jaðarsbakkar - innri frágangur - útboð
2310005
Tilboð í innanhússfrágang að Jaðarsbökkum kynnt auk umsagnar frá Mannvit um hagstæðasta tilboð.
Móttekin tilboð eru þessi, með vsk:
Byggingarfélagið Bestla ehf
1.688.044.395 kr.
Kt. 550714-0510
E: Sigurðsson ehf
1.342.545.580 kr.
Kt. 690107-1040
Flotgólf ehf
1.488.928.810 kr.
Kt. 500100-2220
Sjammi ehf
1.478.155.671 kr.
Kt. 450309-0870
Kostnaðaráætlun var 1.122.262.324 kr.
Móttekin tilboð eru þessi, með vsk:
Byggingarfélagið Bestla ehf
1.688.044.395 kr.
Kt. 550714-0510
E: Sigurðsson ehf
1.342.545.580 kr.
Kt. 690107-1040
Flotgólf ehf
1.488.928.810 kr.
Kt. 500100-2220
Sjammi ehf
1.478.155.671 kr.
Kt. 450309-0870
Kostnaðaráætlun var 1.122.262.324 kr.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, E. Sigurðsson ehf, um verkið.
8.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023
2303014
Lagt fram erindi dagsett 18. október 2023 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0318.pdf
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0318.pdf
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa sem umsögn við frumvarpið.
9.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2024 - 2027
2309268
Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2024-30
Rætt var fyrirhugaðar framkvæmdir í tengslum við fjárfestinga- og framkvæmdaráætlun 2024-2030, sem nú liggur að mestu leyti fyrir.
10.Deiliskipulag Jaðarsbakkar og frumhönnun
2304154
Vinna við skipulag á Jaðarsbökkum yfirfarin, meðal annars farið yfir fundargerð íbúafundar sem haldinn var 23. október sl. þar sem tillögur um hönnun svæðis frá Nordic, Sei og Basalt arkitektum voru kynntar.
Fundargerð íbúafundar lögð fram. Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir góðan íbúafund og áhugaverðar kynningar frá Nordic, Sei og Basalt arkitektum.
Skipulags- og umhverfiráð felur skipulagsfulltrúa frekari úrvinnslu málsins fyrir næsta fund ráðsins.
Skipulags- og umhverfiráð felur skipulagsfulltrúa frekari úrvinnslu málsins fyrir næsta fund ráðsins.
11.Framkvæmdaleyfi - Stækkun aðalhafnargarðs
2211256
Umsókn Faxaflóahafna um framlengingu á framkvæmdaleyfi vegna stækkunar á aðalhafnargarði samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Fram kemur að ný áætluð verklok verði ágúst 2025 í stað janúar 2025.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytingar á framkvæmdaáformum og felur skipulagsfulltrúa að framlengja framkvæmdaleyfið um verklok til 31. ágúst 2025.
12.Íþróttahús Vesturgötu - viðgerð á húsi
2310148
Kynnt tilboð í verðkönnun á niðurrifi í sal Íþróttahúss við Vesturgötu auk umsagnar frá Mannvit um hagstæðasta tilboð.
Um var að ræða lokaða verðkönnun til 5 aðila. Eftirfarandi tilboð bárust frá 3 aðilum, með vsk:
SF Smiðir ehf 61.906.017 kr. (190 %)
Sjammi ehf 40.340.584 kr. (124 %)
Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar 25.607.000 kr. (78 %)
Kostnaðaráætlun 32.622.000 kr. (100 %)
Um var að ræða lokaða verðkönnun til 5 aðila. Eftirfarandi tilboð bárust frá 3 aðilum, með vsk:
SF Smiðir ehf 61.906.017 kr. (190 %)
Sjammi ehf 40.340.584 kr. (124 %)
Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar 25.607.000 kr. (78 %)
Kostnaðaráætlun 32.622.000 kr. (100 %)
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda, Trésmiðja Þráinn E Gíslason ehf, um verkið. Ráðið leggur til að send verði út fréttatilkynning um fyrirhugaðan samning ásamt tímalínu á framkvæmdinni. Mikilvægt er að íbúar séu í hvívetna upplýstir um stöðu mála.
13.Sementsreitur austur - Gatnagerð og Veitur
2305200
Í fyrirhuguðu útboði á gatnagerð og veitulögnum á Sementsreit austur þarf að vinna jarðvinnu inn fyrir lóðamörk byggingalóða.
Umhverfisstjóri fór yfir stöðu málsins.
Fundi slitið - kl. 21:00.