Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

295. fundur 29. apríl 2024 kl. 16:30 - 20:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Valgarður Lyngdal Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Dagskrá

1.Mánaðayfirlit 2024

2403044

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri fór yfir lykiltölur í tengslum við rekstur á skipulags- og umhverfissviði.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Kristjönu Helgu Ólafsdóttur fjármálastjóra fyrir góða kynningu.
Kristjana vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

2.Grundaskóli C-álma framkvæmd

2309257

Vettvangsskoðun skipulags- og umhverfisráðs og bæjarfulltrúa á verkstað í Grundaskóla.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir góðar móttökur verktaka og skoðunarferð um svæðið. Mjög ánægjulegt er að sjá að framkvæmdin gengur vel og mun hún hafa í för með sér mikla byltingu á starfsumhverfi Grundaskóla.

3.Leikskólalóðir

24042330

Sandur af Langasandi í sandkassa.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við beiðninni, þar sem efnistaka á Langasandi er bönnuð samkvæmt Aðalskipulagi Akraness 2021-2033.

4.Úrgangsþjónusta - Útboð 2024-2030 (sorp)

2401389

Tilboð í verkið voru opnuð 19. apríl 2024, en um er að ræða þjónustu til 6 ára. Opnunarskýrsla tilboða lögð fram.
Opnunarskýrsla upplýsir að í verkið bárust 2 tilboð og eru þau eftirfarandi:
a. Terra umhverfisþjónusta ehf, kt. 410283-0349, 1.192.899.948 kr.
b. Íslenska Gámafélagið ehf, kt. 470596-2289, 1.278.742.800 kr.

Kostnaðaráætlun fyrir verkið er 838.000.000 kr.
Sviðstjóra er falið að yfirfara tilboðin og leggja fram tillögu um val á tilboði.

5.Sementsreitur austur - Gatnagerð og Veitur

2305200

Tilboð í verkið voru opnuð sumardaginn fyrsta, 25.2.2024. Opnunarskýrsla tilboða lögð fram.
Opnunarskýrsla upplýsir að í verkið bárust 2 tilboð og eru þau eftirfarandi:
a. Þróttur ehf, kt. 420369-3879, 227.941.600 kr.
b. Borgarverk ehf, kt. 540674-0279, 337.978.994


Kostnaðaráætlun fyrir verkið er 357.400.000 kr.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við Þrótt ehf. með fyrirvara um hæfi verktaka.

6.Suðurgata 126, lyftuhús - umsókn til skipulagsfulltrúa

24042320

Umsókn lóðarhafa Suðurgötu 126 um stækkun byggingarreits um 11,9 m2 til austurs. Byggja á lyftu við hús en núverandi lyftuhús verður fjarlægt.
Skipulag- og umhverfiráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Grenndarkynnt verður fyrir Skagabraut 21, 23, 24, og 25 og Jaðarsbraut 3.

7.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - Stillholt 23 og Dalbraut 2

2301128

Umsókn NH-2 ehf. um breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna Stillholts 23 og Dalbrautar 2, sem unnin er af Tark arkitektum. Deiliskipulagslýsingin tekur til breytingar á deiliskipulagi Dalbrautarreits. Gert er ráð fyrir byggingu sem stallar sig frá fjórum og upp í tíu hæðir, ásamt bílakjallara.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir samþykki allra eigenda fasteigna á umræddum lóðum og lagfæringu á drögum að skipulagslýsingu.

8.Skagabraut 17 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2402042

Umsókn til skipulagsfulltrúa um breytingu á deiliskipulagi Arnardalsreits vegna lóðar Skagabraut 17. í breytingunni felst að heimila þrjár íbúðir á lóð.

Umsóknin var grenndarkynnt skv. 2 mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 frá 13.mars til 18. apríl 2024 fyrir lóðarhöfum á Skagabraut 15, Skagabraut 19, Háholti 12, Háholti 14 og Suðurgötu 123.

Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

9.Sorphirða á Akranesi - framlenging á samningi

2206209

Tillaga um að lengja opnunartíma hjá Gámu í vor, þ.a. opið verði til kl. 17:00 á laugardögum. Kostnaðarauki er 565.812 kr. fyrir þessa auknu þjónustu næstu 6 laugardaga frá 3. maí til 9. júní.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna til að bregðast við mikilli nýtingu á laugardögum og leggur áherslu á góða kynningu á breytingunni.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00