Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Keilufélag Akraness - húsnæðismál
2311273
Málið var tekið fyrir 12. maí sl. í skóla- og frístundaráði, sem vísaði málinu áfram til skipulags- og umhverfisráðs. Bókun skóla- og frístundaráðs er eftirfarandi: Skóla- og frístundaráð leggur áherslu á mikilvægi þess að hreinsunarstarfi í keilusalnum ljúki sem allra fyrst. Sviðsstjóra, forstöðumanni íþróttamannvirkja og rekstarstjóra er falið að vinna málið áfram í samstarfi við stjórn Keilufélags Akraness. Jafnframt vísar skóla- og frístundaráð málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráð til nánari útfærslu á verk- og tímaáætlun á fyrirhuguðum endurbótum á rými keilusalarins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að hreinsun á keilusal verði lokið fyrir mánaðamót júlí-ágúst 2024.
2.Tónlistarskóli - erindi frá starfsfólki TOSKA
2406251
Skóla- og frístundaráð tók fyrir á fundi sínum 26. júní s.l. erindi frá starfsfólki Tónlistarskólans á Akranesi um ýmis málefni er snúa að starfsemi skólans. Þar á meðal ástandi á loftræsikerfi og hitastýringu skólans. Skóla- og frístundaráð vísar þeim hluta erindisins til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráð.
Skipulags- og umhverfisráð felur rekstarstjóra að fylgja eftir fyrirliggjandi áætlun um að bæta virkni á loftræsikerfi og hitastýringu í Tónlistarskóla.
3.Óviðunandi aðstæður fjargeymslu BÍG
2402172
Málið var tekið fyrir 26. júní sl. á fundi menningar- og safnanefnd, sem vísaði málinu áfram til skipulags- og umhverfisráðs. Bókun menningar- og safnanefnd er eftirfarandi: Menningar- og safnanefnd fagnar því að fjargeymslumál Byggðasafnsins séu til umræðu og einhverjar mögulegar lausnir séu í sjónmáli. Hvetur nefndin skipulags- og umhverfissvið til þess að bregðast fljótt við. Nefndin tekur fram að hafa þarf gott samráð við forstöðumann safnsins varðandi skilyrði safnaráðs um varðveisluhúsnæði.
Óskað er eftir afstöðu menningar- og safnanefndar og skipulags- og umhverfisráðs varðandi tillögu að tímabundinni lausn á fjargeymsluvanda Byggðasafnsins í Görðum.
Óskað er eftir afstöðu menningar- og safnanefndar og skipulags- og umhverfisráðs varðandi tillögu að tímabundinni lausn á fjargeymsluvanda Byggðasafnsins í Görðum.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir að fá forsvarsmenn safnamála á fund ráðsins til að yfirfara mögulega valkosti varðandi geymslu safnmuna.
4.Vesturgata 130 - grenndarkynning - loftræsikerfi
2405106
Breytingar á deiliskipulagi Stofnanareits vegna Vesturgötu 130. Heimilt verður að koma fyrir loftræsisamstæðu á þaki lágbyggingar fyrstu hæðar við þann gafl er snýr að Háholti. Einnig verður heimilt að klæða gafla hússins með álklæðningu. Grenndarkynnt var frá 17. maí til 18. júní 2024 fyrir lóðarhöfum Háholts 1 og 3, Brekkubrautar 1, Vesturgötu 123, 125, 127, 129, 131, 133 og 134. Fjórar athugasemdir bárust. Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að svörum við athugasemdum sem bárust við grenndarkynningu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að ofangreind greinargerð skipulagsfulltrúa verði svar bæjarstjórnar vegna þeirra athugasemda sem bárust við deiliskipulagsbreytinguna.
5.Deiliskipulag Dalbrautarreitur norðurhluta
2207011
Vinnslutillaga vegna endurskoðun deiliskipulags Dalbrautarreits Norður var kynnt að Dalbraut 4, Akranesi, 27. maí kl. 17:00 skv. 3. mgr. 40
gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að svörum við athugasemdum sem bárust við skipulagslýsingu á kynningarfundi.
gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að svörum við athugasemdum sem bárust við skipulagslýsingu á kynningarfundi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar við ábendingum við skipulagslýsingu sem fram komu á kynningarfundi 27. maí sl.
6.Endurgerð gatna 2024
2308070
Útboðsgögn og kostnaðaráætlun fyrir verkið lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að bjóða út endurgerð gatna og gangstétta og nýbyggingu gangstétta í samræmi við fyrirliggjandi útboðsgögnum. Um er að ræða:
Leynisbraut, malbiksyfirlögn.
Hafnarbraut, endurnýjun bílastæða og göngusvæðis.
Akranesvegur frá Hausthúsatorgi að Kalmanstorgi, fræsing og malbikun.
Gangstéttir í nýjum hverfum.
Endurgerð steypufleka í götum og endurgerð gangstétta í eldri hverfum.
Gönguþveranir á Háholti, Vogabraut og Asparskógum.
Leynisbraut, malbiksyfirlögn.
Hafnarbraut, endurnýjun bílastæða og göngusvæðis.
Akranesvegur frá Hausthúsatorgi að Kalmanstorgi, fræsing og malbikun.
Gangstéttir í nýjum hverfum.
Endurgerð steypufleka í götum og endurgerð gangstétta í eldri hverfum.
Gönguþveranir á Háholti, Vogabraut og Asparskógum.
7.Bjarnalaug rampur
2309058
Tillaga að nýjum inngangsrampi að Bjarnalaug kynnt.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að leggja fram áætlun um kostnað við tillögu að nýjum inngangsrampi. Málið komi til umfjöllunar í fjárhagsáætlun 2025.
8.Tjaldsvæði í Kalmansvík
2310026
Umfjöllun um ástand tjaldsvæðisins.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs að meta ástandið og koma með tillögu að úrbótum.
Fundi slitið - kl. 19:00.