Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

7. fundur 03. febrúar 2015 kl. 16:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þórður Guðjónsson varamaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Sumarlokun leikskóla 2015

1501269

Bréf barst frá Skagaforeldrum þar sem fulltrúar í foreldraráðum leikskóla á Akranesi óska eftir fund með skóla- og frístundaráði til að fara yfir sumarlokun leikskóla.
Stjórn Skagaforeldra og fulltrúar í foreldraráðum leikskóla vilja þess vegna bjóða Skóla- og frístundaráði til samtals í Þorpinu, Þjóðbraut 13. mánudaginn 9.febrúar nk.
Á fundinn mættu kl. 16:30 Jónína Margrét Sigmundsdóttir áheyrarfulltrúi foreldra og Guðríður Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna í leikskólum.

Bréf frá Skagaforeldrum lagt fram. Skóla- og frístundaráð tekur boði Skagaforeldra og fulltrúa foreldraráða um fund en leggur til nýjan fundartíma 11. febrúar kl. 18:00 í Þorpinu.



2.Innritun í leikskóla 2015

1412168

Svala Heinsdóttir deildarstjóri skóla- og frístundasviðs hefur hafið undirbúining að innritun í leikskóla sumarið 2015. Í samræmi við verklagsreglur um starfsemi leikskóla fer innritun barna sem verða 2ja ára á árinu að jafnaði fram í júní til ágúst. Á næstu dögum eiga foreldra von á bréfi þar sem þeir eru beðnir um að staðfesta umsókn sína. Á þjóðskrá eru 94 börn fædd 2013.
Reglulega eru innrituð eldri börn í leikskóla sem eru að flytja í sveitarfélagið.
Margrét Þóra Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra mætti á fundinn 16:40.

3.Sérkennsla í leikskólum 2014-2015

1405073

Svala Hreinsdóttir deildarstjóri kynnti stöðu sérstakst stuðnings og ráðgjafar í leikskólum. Um hver áramót er endurmat á þessari þjónustu í leikskólum. Í ár varð nokkur aukning á sérstökum stuðning og ráðgjöf vegna nýgreininga fatlaðra barna.

4.Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs

1412138

Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs kynnti drög að reglum um Þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs. Bæjarstjórn hefur ákveðið að leggja kr. 3.500.000 í sjóðinn árið 2015.
Á fundinn mættu kl.16:50 áheyrnarfulltrúar skólastjóra grunnskóla, Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla og Magnús V. Benediktsson skólastjóri Brekkubæjarskóla, Elís Þór Sigurðsson og Borghildur Birgisdóttir áheyrnarfulltrúar starfsmanna í grunnskólum.

Skóla- og frístundaráð samþykkir kynnt drög að reglum um Þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs.

5.Skóladagatal 2015-2016

1412169

Drög að skóladagatali 2015-2016 fyrir grunnskóla lagt fram fram til kynningar. Áætlað er að vetrarfríið verði 15., 16. og 19. október 2015. Skóladagatalið verður lagt fram til staðfestingar á fundi skóla- og frístundaráðs 3. mars nk.
Drög að skóladagatali lögð fram.
Guðríður Sigurjónsdóttir og Margrét Þóra Jónsdóttir viku af fundi kl. 17:02.

6.Innritun í grunnskóla haust 2015

1409148

Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skóla- og frístundasviðs hefur lokið við að innrita nemendur í 1. bekk haustið 2015. Gert er ráð fyrir að um 100 nemendur innritist í grunnskóla og er skipting milli skólahverfa svipuð og fyrri ár rúmlega 40% í Brekkubæjarskóla og um 60% í Grundaskóla.

7.Hugsað um barn - kennsla í foreldrafærni

1412072

Bréf og tilboð lagt fram frá Ólafi Grétari Gunnarssyni fjölskyldu- og hjónaráðgjafa um félagsforvarnarverkefnið "Hugsað um barn". Verkefnið felur í sér að nemendur og foreldrar frá fræðslu og af henni lokinni fá allir nemendur brúðu (ungbarnahermi) sem verður í þeirra umsjón í ca. 50 klukkustundir. Nemendur hugsa um brúðurnar í skólanum á daginn og annast þær heima á kvöldin og nóttunni. Ungbarna-hermirinn er forritaður með raunupplýsingum og er því um "ekta" þarfir að ræða. Unglingarnir þurfa að finna út hverjar eru þarfir ungabarnsins.

Tilboð um þjónustuna er til fjögurra ára. Kostnaður 6.600 kr per nemenda. Innifalið er:
Forvarnar- og undirbúningsfræðsla fyrir foreldra og nemendur, einnig þjálfun, fræðsla og stuðningur fyrir umsjónarmenn í upphafi skólaárs innifalin. Kostnaður skólaárs greiddur í upphafi. Tilboðið miðast við það að 120 nemendur taki þátt á ári.
Skólastjórar greindu frá því að verkefnið hafi gengið vel og vilja halda því áfram. Skólahjúkrunarfræðingar hafa sameiginlega reynt að afla styrkja en aðeins fengið fyrir litlum hluta kostnaðar.

Skóla- og frístundaráð mun taka málið til frekari athugunar.

8.Breyting á aðalnámsskrá og stuðningur við innleiðingu námskrár

1412036

Bréf lagt fram frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um breytingar á aðalnámskrá og stuðnig við innleiðingu námskrár.
Lagt fram.
Magnús, Hrönn, Elís Þór, Borghildur og Jónína Margrét viku af fundi kl. 17:20.

9.Styrkir 2015 til íþrótta- atvinnu- og menningarmála og annarra mála

1410157

Sigrún vék af fundi kl. 17:30.
Skóla- og frístundaráð fór yfir umsóknir til íþrótta- atvinnu- og menningarmála og annarra mála og vísar tillögum ráðsins um styrkveitingar til bæjarráðs.


Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00