Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

8. fundur 17. febrúar 2015 kl. 16:30 - 17:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Hvalfjarðarsveit - samstarfssamningar

1412236

Í bréfi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar til Akraneskaupstaðar dagsettu 18. desember 2014 kemur m.a. fram að sveitarstjórn samþykkir að segja upp tilteknum samstarfssamningum við Akraneskaupstað og óska jafnframt eftir endurskoðun. Uppsögnin miðast við áramót og uppsagnarfrestur er 12 mánuðir. Bæjarráð Akraness bókaði eftirfarandi á fundi sínum 15. janúar:

"Bæjarráð vísar erindinu til meðferðar í fagráðum Akraneskaupstaðar. Samningum er varðar ýmis málefni á sviði félags- og íþróttamála og um rekstur tónlistarskóla er vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs og samningi er varðar félagsstarf aldraðra til velferðar- og mannréttindaráðs. Bæjarráð telur eðlilegt að samstarfssamningar séu sífellt í endurskoðun og leggur áherslu á að bæði sveitarfélögin noti þetta tækifæri til að efla og þróa samstarfið áfram."


Á fundinn mættu kl. 16:30 Lárus Sighvatsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi og Hörður Jóhannesson forstöðumaður íþróttamannvirkja.
Farið var yfir samkomulag Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðasveitar um rekstur Tónlistarskólans á Akranesi og samstarfssamning um ýmis málefni á sviði félag- og íþróttamála. Skóla- og frístundaráð felur Helgu Gunnarsdóttur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að kanna hug fulltrúa Hvalfjarðasveitar til samninganna.
Hörður og Lárus viku af fundi kl. 17:00.

2.Þjónustugjaldskrár 2015 - ráðstöfun fjármuna

1411069

Skóla- og frístundaráð fjallaði um Greinargerð starfshóps um gjaldskrár Akraneskaupstaðar á fundi sínum 5. janúar sl.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir umfjöllun starfshóps um stöðumat skóladagvistar um ábendingar og tillögur varðandi gjaldskrá skóladagvistar.
Skóla- og frístundaráð tekur undir tillögu starfshópsins um að skráning nemenda í mötuneyti í grunnskólunum verði samræmd milli skólanna.
Skóla- og frístundaráð tekur ekki afstöðu til breytinga á gjaldskrám en leggur til að gjaldrár Akraneskaupstaðar séu til stöðgrar skoðunar meðal annars með tilliti til samanburðar við önnur sveitarfélög.

3.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2014

1409066

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00