Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

25. fundur 08. desember 2015 kl. 08:00 - 08:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Starfsáætlun leikskóla Akraneskaupstaðar 2015-2016

1509086

Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 9/2008 skulu leikskólar gefa árlega út starfsáætlun þar sem gert er grein er frá árlegri starfsemi skólans þar á meðal skóladagatali, foreldrasamstarfi, viðfangsefni innra mats, umbótaáætlun, tengslum leikskóla og grunnskóla, stoðþjónustu.
Á fundinn mættu Brynhildur Björg Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda í leikskólum og Gunnur Hjálmsdóttir áheyrnafulltrúi starfsmanna í leikskólum.

Skóla- og frístundaráð þakkar leikskólastjórum fyrir góða vinnu í tengslum við starfsáætlanir leikskóla Akraneskaupstaðar og samþykkir þær.

2.Tilfærsla á starfsdögum 2016

1512027

Starfsfólk Akrasels stefnir á náms- og kynnisferð vorið 2016. Til þess að það sé mögulegt óskar leikskólastjóri eftir tilfærslu á skipulagsdögum vorannar 2016.
Fyrirhuguð ferð er dagsett 20 - 24. apríl 2016. Óskað er eftir að færa til daga sem hér segir:
*Mánudagurinn 4. janúar verður opið (áður auglýstur skipulagsdagur)
*þriðjudagurinn 29. mars verður opið (áður auglýstur skipulagsdagur)
Í staðinn verður :
*miðvikudagurinn 20. apríl lokað frá hádegi eða frá kl. 12.00.
*fimmtudagurinn 21. apríl er sumardagurinn fyrsti þá er alltaf lokað
*föstudaginn 22. apríl yrði einnig lokað.
Skóla- og frístundaráð samþykkir tilfærslu á skipulagsdögum í leikskólanum Akraseli.

Fundi slitið - kl. 08:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00