Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

48. fundur 24. október 2016 kl. 16:30 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Niðurgreiðsla vegna daggæslu hjá dagforeldrum og innritunarreglur á leikskóla - áskorun til Akranesk

1610149

Á fundinn mættu:
Maren Ósk Elíasdóttir, Telma Björk Helgadóttir, Gyða Einarsdóttir, Elísabet Stefánsdóttir, Birna Björk Sigurgeirsdóttir og Margrét Egilsdóttir sem eru fulltrúar þeirra sem stóðu að undirskriftalistunum / Áskoruninni til Akraneskaupstaðar.
Fulltrúar kynntu áherslur sínar.

Skóla- og frístundaráð þakkar fulltrúum þeirra sem stóðu að undirskriftalistum með áskorun til Akraneskaupstaðar fyrir komuna á fundinn til þess að kynna sjónarmið sín.

Skóla- og frístundaráð hyggst annars vegar bregðast strax við ábendingum um óhagræði fyrir foreldra að greiðsluþátttaka bæjarins berist eftir á og kynna nýtt fyrirkomulag innan tíðar. Hins vegar mun verða stofnaður starfshópur til þess að rýna stöðuna á þjónustu dagforeldra og innritun í leikskóla.

2.Starfsemi leikskóla - sumarskóli 2017

1610022

Á fundinn mættu Ingunn Ríkharðsdóttir og Anney Ágústsdóttir áheyrnafulltrúar leikskólastjóra, Gunnur Hjálmsdóttir áheyrnafulltrúi starfsmanna og Elín Reynisdóttir áheyrnafulltrúi foreldra.

Leikskólastjórarnir fylgdu eftir skýrslu sinni varðandi sumarskóla 2016 og hugmyndum um framtíðarfyrirkomulag.

Afgreiðslu málsins frestað.

3.Rekstur sumar- og leikjanámskeiða fyrir 6 til 10 ára börn á Akranesi (2016).

1608135

Starfsskýrsla Skátafélags Akraness um leikjanámskeið fyrir sumarið 2016. Fyrirkomulag leikjanámskeiða sumarið 2017.
Á fundinn mætti Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála.

Skóla- og frístundasvið samþykkir að fela frístundamiðstöðinni Þorpinu að sjá um allt frístundastarf og þar með talið sumar- og leikjanámskeið fyrir 6 til 10 ára börn sumarið 2017.

Verkefnastjóra falið að leggja fram tillögur um fyrirkomulag starfseminnar á næsta fundi ráðsins.

4.Fjárhagsáætlun 2017 - 2020

1606079

Staða á vinnslu fjárhagsáætlunar kynnt.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00