Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Innritun í leikskóla á Akranesi
1706078
Viðbrögð við eftirspurn eftir leikskólaplássi á Akranesi
2.Námsgögn í grunnskólum Akraneskaupstaðar
1707051
Skóla- og frístundaráð samþykkir að frá og með hausti 2017 muni Akraneskaupstaður leggja öllum grunnskólanemendum til námsgögn þ.e. ritföng og stílabækur, foreldrum að kostnaðarlausu. Áætlaður heildarkostnaður er rúmar 4 mkr. á ári eða kr. 4.000 pr. nemanda.
Með ákvörðun sinni vill skóla- og frístundaráð tryggja öllum börnum á grunnskólaaldri á Akranesi, grunnmenntun án endurgjalds og stuðla þannig að jafnræði í námi.
Skóla- og frístundaráð vísar tillögu sinni til bæjarráðs með beiðni um viðbótarfjármagn að fjárhæð 2 mkr. vegna haustannar 2017. Útgjöldum að fjárhæð um 4 mkr. vegna námsgagnakaupa á árinu 2018 verði vísað til komandi fjárhagsáætlunargerðar.
Með ákvörðun sinni vill skóla- og frístundaráð tryggja öllum börnum á grunnskólaaldri á Akranesi, grunnmenntun án endurgjalds og stuðla þannig að jafnræði í námi.
Skóla- og frístundaráð vísar tillögu sinni til bæjarráðs með beiðni um viðbótarfjármagn að fjárhæð 2 mkr. vegna haustannar 2017. Útgjöldum að fjárhæð um 4 mkr. vegna námsgagnakaupa á árinu 2018 verði vísað til komandi fjárhagsáætlunargerðar.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Alfreð Þór vék af fundi kl. 17:15
Áheyrnarfulltrúar Ingunn og Íris víkja af fundi kl. 17:30