Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

81. fundur 17. apríl 2018 kl. 16:30 - 19:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þórður Guðjónsson formaður
  • Sigríður Indriðadóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Vallarsel - þróunarverkefni / þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs

1804016

Skóla- og frístundaráð veitti árið 2015 Vallarseli kr.3.100.000 í þróunarstyrk til verkefnisins "Fjölmenningarlegt skólastarf í Vallarseli".
Skóla- og frístundaráð þakkar afar góða skýrslu um þróunarverkefnið og hvetur til þess að haldið verði áfram að þróa hugmyndafræði og vinnubrögð í anda verkefnisins. Jafnframt leggur ráðið áherslu á mikilvægi þess að Vallarsel miðli afrakstri verkefnisins til skólasamfélagsins á Akranesi.

Áheyrnarfulltrúar Björg Jónsdóttir, Íris Sigurðardóttir og Vilborg Valgeirsdóttir víkja af fundi 17:30.

2.Innritun í leikskóla haust 2018

1804126

Innritun í leikskóla haustið 2018 er lokið. Börn fædd í janúar, febrúar, mars og apríl 2017 hafa verið innrituð. Pláss og mönnum gefur tækifæri til að bjóða börnum fæddum í maí 2017 leikskólavist. Sú ráðstöfun mun ekki fela í sér kostnaðarauka.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að börnum fæddum í maí 2017 verði boðið leikskólavist haustið 2018.

Áheyrnarfulltrúi Anney Ágústsdóttir og Þórdís Árný Örnólfsdóttir víkja af fundi 17:40.

3.Frístundaheimili - markmið og viðmið

1803033

Ásthildur víkur af fundi kl. 18:15

Áheyrnarfulltrúar Arnbjörg Stefánsdóttir, Sigurður Arnar Sigurðsson og Heiðrún Janusardóttir taka sæti á fundinum kl. 17:40.

Skóla- og frístundaráð þakkar verkefnastjóra Þorpsins fyrir kynninguna og lýsa fundarmenn yfir ánægju með þá vinnu sem hefur farið fram og þær verklagsreglur sem voru kynntar.

Skóla- og frístundaráð óskar eftir því að tillögur verkefnistjóra verði kostnaðargreindar.

Áheyrnarfulltrúar Arnbjörg Stefánsdóttir, Sigurður Arnar Sigurðsson og Heiðrún Janusardóttir víkja af fundi kl.

4.ÍA - rekstur og samskipti, endurnýjaður samningur

1611149

Staðan í vinnu við samning Akraneskaupstaðar og ÍA.
Formaður ráðsins kynnti stöðu málsins.

5.Fimleikahús Vesturgötu - hönnun / rýnihópur

1705211

Kynning á lokahönnun fimleikahússins við Vesturgötu.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00