Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

101. fundur 06. mars 2019 kl. 17:00 - 18:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Ragnar B. Sæmundsson varaformaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Innritun í leikskóla 2019

1901191

Innritun í leikskóla haustið 2019.
Ingunn Ríkharðsdóttir varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sylvía Hera Skúladóttir áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskóla sitja fundinn.

Samþykkt er að inntaka barna verði í samræmi við rekstraráætlun leikskólanna fyrir árið 2019 enda mikil vinna lögð í að ná endum saman við gerð rekstraráætlunar. Þannig verði börnum sem fædd eru frá 1. júní 2017 ? 30. apríl 2018 boðið leikskólapláss á komandi skólaári. Börnum fæddum í maí 2018 verður boðin innritun í samræmi við laus pláss í leikskólum, elsta barn fyrst og svo koll af kolli eins og pláss leyfir.
Þessi ákvörðun er í samræmi við þá ákvörðun sem tekin var við innritun barna haustið 2018. Starfshópur um framtíðarþörf á leikskólaplássi á Akranesi er enn við störf. Nú þegar hefur þeirri vinnu verið flýtt eins og unnt er svo hægt sé að taka ákvörðun um framtíðaruppbyggingu í leikskólamálum á Akranesi.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00