Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

125. fundur 03. mars 2020 kl. 16:00 - 19:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Hjördís Dögg Grímarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
  • Anna Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Ingunn Ríkharðsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
  • Salbjörg Ósk Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara
  • Ágústa Andrésdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja
  • Heiðrún Janusardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðjón Snær Magnússon áheyrnarfulltrúi ungmenna
  • Guðrún Hjörleifsdóttir varaáheyrnarfulltrúi starfsfólks grunnskóla
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Læsisstefna leikskólanna á Akranesi

2002402

Kynning á nýrri læsisstefnu leikskólanna á Akranesi.
Guðrún Bragadóttir aðstoðar/sérkennslustjóri í leikskólanum Akraseli, Vilborg Valgeirsdóttir aðstoðar/sérkennslustjóri í leikskólanum Vallarseli, Ingunn Sveinsdóttir aðstoðar/sérkennslustjóri í leikskólanum Garðaseli, Íris Sigurðardóttir aðstoðar/sérkennslustjóri í leikskólanum Teigaseli, Ingunn Ríkharðsdóttir áheyrnarfulltrúi stjórnenda í leikskólum og Salbjörg Ósk Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð fagnar metnaðarfullri vinnu aðstoðar/sérkennslustjóra leikskólanna við þróunarverkefnið- læsisstefna fyrir leikskólana. Um er að ræða mikilvæg gögn sem munu nýtast starfsmönnum leikskólanna og foreldrum. Innleiðing stefnunnar mun hefjast nú þegar og munu foreldrar fá sendar til sín upplýsingar frá leikskólunum.

2.Bæjarstjórn unga fólksins 2019

1908147

Ylfa Örk Davíðsdóttir fylgir eftir erindi sínu um forvarnarmál frá bæjarstjórnarfundi unga fólksins.
Ylfa Örk Davíðsdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Guðjón Snær Magnússon áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs, Ívar Orri Kristjánsson deildarstjóri í Þorpinu, Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Grundaskóla, Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Brekkkubæjarskóla, Hjördís Dögg Grímarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Grundaskóla, Guðrún Hjörleifsdóttir varaáheyrnarfulltrúi kennara í Brekkubæjarskóla, Anna Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra barna í Grundaskóla og Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar Ylfu Örk Davíðsdóttur fyrir að vekja athygli á mikilvægu máli sem varðar allt samfélagið.
Við síðustu fjárhagsáætlunargerð samþykkti bæjarstjórn að leggja eina milljón aukalega til forvarnarstarfs á þessu ári.

3.Forvarnarmál Akraneskaupstaðar

1906107

Fjármagn til forvarnaverkefna.
Sigurður Arnar, Arnbjörg, Hjördís Dögg, Guðrún, Ívar Orri, Guðjón Snær, Anna, Ylfa Örk og Heiðrún sitja fundinn áfram undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð fagnar þeirri niðurstöðu í afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 að framlag til forvarnastarfs meðal ungmenna á Akranesi hafi verið aukið sem nemur einni milljón króna.
Ráðið óskar eftir tillögum ungmennaráðs og Brúarinnar, samstarfsvettvangs um forvarnir, um leiðir til þess að nýta fjármagnið sem best í þágu velferðar ungmenna. Óskað er eftir að tillögum verði skilað á næsta fundi skóla- og frístundaráðs 17. mars nk.

4.Sæti í stúku við Akranesvöll.

1909275

Umræða um endurnýjun á sætum í stúku við Akranesvöll.
Ágústa Andrésdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja, Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Hörður Kári Jóhannesson verkefnastjóri sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar Sigurði Páli Harðarsyni, Ágústu Andrésdóttur og Herði Kára Jóhannessyni fyrir kynningu á hugmyndum og kostnaði á endurnýjun á sætum í stúku við Akranesvöll.

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

5.Nýting á tómstundaframlagi 2019

1909036

Kynning á heildarnýtingu á tómstundaframlagi á árinu 2019.
Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála situr fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar verkefnastjóra á skóla- og frístundasviði fyrir upplýsingarnar og fagnar því að meiri nýting hafi verið á tómstundastyrk á árinu 2019. Umræða um tómstundastyrk til 5 ára barna er vísað til næstu fjárhagsáætlunargerðar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00