Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar
1811112
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir umsögn ráðsins um umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar.
Skóla- og frístundaráð fagnar metnaðarfullri umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar og felur sviðsstjóra að koma athugasemdum um aðgerðaráætlun á framfæri við umhverfisstjóra.
2.Skátafélag Akraness - þjónustusamningur
1901197
Drög að þjónustusamningi við Skátafélag Akraness lögð fyrir fundinn.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að vísa meðfylgjandi samningi til bæjarráðs til afgreiðslu.
3.Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna Covid-19
2003133
Óöryggi atvinnumála ungmenna og þeirra sem eru 18 ára og eldri á Akranesi í sumar.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir því við bæjarráð að hugað verði að stöðu ungmenna og þeirra sem eru orðin 18 ára og hafa þörf fyrir vinnu á komandi sumri með vísan í aðgerðapakka Akraneskaupstaðar vegna Covid-19.
Jafnframt er óskað eftir því að sviðsstjórar skóla- og frístundasviðs, skipulags- og umhverfissviðs og velferðar- og mennréttindasviðs meti stöðuna með Vinnumálastofnun og lagðar verði fram upplýsingar og móti tillögur í samræmi við aðgerðaráætlun ríkisstjórnar frá 21. apríl 2020 á næsta fundi skóla- og frístundaráðs.
Jafnframt er óskað eftir því að sviðsstjórar skóla- og frístundasviðs, skipulags- og umhverfissviðs og velferðar- og mennréttindasviðs meti stöðuna með Vinnumálastofnun og lagðar verði fram upplýsingar og móti tillögur í samræmi við aðgerðaráætlun ríkisstjórnar frá 21. apríl 2020 á næsta fundi skóla- og frístundaráðs.
4.Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna Covid-19
2003133
Staðan í stofnunum á skóla- og frístundasviði vegna Covid-19.
Skóla- og frístundaráð þakkar stjórnendum og starfsfólki á skóla- og frístundasviði fyrir dugnað við skipulagninu og útfærslu starfs við breyttar aðstæður. Ráðið þakkar foreldrum/forráðamönnum og börnum fyrir sýnda samstöðu og þolinmæði á þessum fordæmalausu tímum og hvetur alla til áframhaldandi úthalds.
5.Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs 2020
2002139
Styrkir úr þróunarsjóði skóla- og frístundasviðs voru auglýstir til umsóknar og rann umsóknarfresturinn út 15. mars.
Á fundi skóla- og frístundaráðs þann 18. febrúar sl. ákvað ráðið að setja eftirfarandi verkefni í forgang; foreldrasamstarf og samstarf á milli skólastiga. Þessar áherslur útiloka ekki önnur verkefni.
Á fundi skóla- og frístundaráðs þann 18. febrúar sl. ákvað ráðið að setja eftirfarandi verkefni í forgang; foreldrasamstarf og samstarf á milli skólastiga. Þessar áherslur útiloka ekki önnur verkefni.
Aðeins ein umsókn barst og var hún frá Þorpinu í samstarfi við Skátafélag Akraness. Markmið verkefnisins er að þróa útilífs- og ævintýranámskeið fyrir 11 - 12 ára börn. Gefa krökkum á þessum aldri tækifæri til að kynnast skáta og björgunarstarfi í verki, en lítið hefur verið um tilboð fyrir þennan aldurshóp yfir sumartímann annað en hefðbundið íþróttastarf.
Skóla- og frístundaráð samþykkir kr. 550.000.
Þar sem aðein ein umsókn barst leggur skóla- og frístundaráð til að þróunarsjóðurinn verði aftur auglýstur í byrjun hauststarfs og þá með sömu áherslum og áður.
Skóla- og frístundaráð samþykkir kr. 550.000.
Þar sem aðein ein umsókn barst leggur skóla- og frístundaráð til að þróunarsjóðurinn verði aftur auglýstur í byrjun hauststarfs og þá með sömu áherslum og áður.
Fundi slitið - kl. 17:30.