Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Frumhvæðisathugun á stöðu einstaklinga sem ekki eru mæltir á íslensku í samskiptum við íslensk stjórnvöld
2007137
Kynning á skýrslu umboðsmanns Alþingis á stöðu einstaklinga sem ekki eru mæltir á íslensku í samskiptum við íslensk stjórnvöld.
Lagt fram.
2.Þorpið- framtíðarsýn
1911114
Umfjöllun um framtíðarsýn og skipurit Þorpsins frístundamiðstöðvar.
Lagt fram og vísað til næsta fundar.
3.Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs 2020
2002139
Seinni úthlutun þróunarsjóðs skóla- og frístundasviðs.
Skóla- og frístundaráð ákveður að setja eftirfarandi verkefni í forgang; líðan og geðheilbrigði barna og ungmenna.
4.Niðurgreiðsla vegna dvalar barna hjá dagforeldrum 2020
2010176
Umfjöllun um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum.
Lagt fram og vísað til formlegra afgreiðslu í fjárhagsáætlunarvinnu vegna ársins 2021.
5.Námsleyfi í leikskólum
2002322
Tillaga að úthlutun 2021.
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögur að útlutun og vísar til formlegrar afgreiðslu í fjárhagsáætlunarvinnu vegna 2021.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign (BD, RBS, SMS, VJ, FES)
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign (BD, RBS, SMS, VJ, FES)
Fundi slitið - kl. 09:20.