Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.ÍA - rekstur, samskipti og samningur
1908011
Kynning á samningi milli Akraneskaupstaðar og ÍA sem bæjarráð samþykkti á 3462. fundi sínum.
Samningurinn er með gildistíma út árið 2021 en gert ráð fyrir að vinnu vegna framlengingar samningsins verði lokið að hálfu samningsaðila fyrir áramótin.
Samningurinn er með gildistíma út árið 2021 en gert ráð fyrir að vinnu vegna framlengingar samningsins verði lokið að hálfu samningsaðila fyrir áramótin.
2.Knattspyrnufélag ÍA - rekstrarleyfi á Aggapalli
2106092
Erindi frá bæjarráði frá 3462. fundi með beiðni um umsögn skóla- og frístundaráðs vegna umsóknar Knattspyrnufélags ÍA um rekstrarleyfi á veitingastað í flokki ll - E kaffihús, sem yrði staðsett á Aggapalli.
Skóla- og frístundaráð gerir ekki athugasemdir við veitingu vínveitingaleyfis sem afmarkast við Aggapall en leggur áherslu á góða umgengni og viðeigandi gæslu.
3.Skátafélag Akraness - samstarfssamningur
2005083
Kynnt drög að samningi Akraneskaupstaðar við Skátafélag Akraness. Bæjarráð fjallaði um samninginn á 3462. fundi sínum og var afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar bæjarráðs.
Lagt fram.
4.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
2106097
Umsókn um námvist í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags.
Skóla- og frístundaráð getur því miður ekki orðið við erindinu.
5.Ungmennaráð 2021
2104146
Framhaldsumræða um frístundastarf 16 - 25 ára á Akranesi.
Stefnumót ungmennaráðs við skóla- og frístundaráð.
Stefnumót ungmennaráðs við skóla- og frístundaráð.
Ívar Orri Kristjánsson deildarstjóri í Þorpinu, Helgi Rafn Bergþórsson, Ylfa Örk Davíðsdóttir, Guðjón Snær Magnússon, Helena Rut Káradóttir og Ísak Emil Sveinsson fulltrúar ungmennaráðs Akraneskaupstaðar sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að fylgja eftir umræðu sem fór fram á fundinum m.a. við skipulags- og umhverfissviðs.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign (BD, RBS, SMS, FES og VJ).
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að fylgja eftir umræðu sem fór fram á fundinum m.a. við skipulags- og umhverfissviðs.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign (BD, RBS, SMS, FES og VJ).
Fundi slitið - kl. 18:15.
Marella Steinsdóttir formaður ÍA og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍA komu inn á fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar góða kynningu og fagnar nýjum samningi Akraneskaupstaðar við ÍA.
Marella og Guðmunda víkja af fundi.