Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

166. fundur 10. ágúst 2021 kl. 16:00 - 16:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Grundaskóli - uppbygging

2103323

Kynnt drög að samningi við FVA um nýtingu á húsnæði skólans fyrir 10. bekk Grundaskóla.

Jafnframt rætt um matarþjónustu fyrir nemendur 10. bekkjar Grundaskóla sem munu eiga skólasókn í FVA skólaárið 2021 - 2022.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að vísa til bæjarráðs afgreiðslu á samningi milli Akraneskaupstaðar og FVA.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að að leggja til við bæjarráð að samþykkja fjármagn til að niðurgreiða máltíðir fyrir nemendur 10. bekkjar Grundaskóla sem eiga skólasókn í FVA þannig að matarverð verði það sama fyrir alla nemendur Grundaskóla.

Fundi slitið - kl. 16:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00