Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Brekkubæjarskóli- loftgæði
2108178
Kynning.
2.Covid-19 staðan á skóla- og frístundasviði
2003147
Kynning.
skóla- og frístundaráð þakkar góða yfirferð.
3.Uppbygging Grundaskóla- starfsmannamál
2108082
Framhaldsumræða.
Undanfarið hafa farið fram úttektir á húsnæði í eigu Akraneskaupstaðar og eru þessar úttektir ennþá í gangi. Því miður hafa úttektirnar leitt í ljós að verulegra úrbóta er þörf í mörgum tilvikum og röskun hefur orðið fyrir starfsfólk og íbúa kaupstaðarins. Viðbrögð stjórnenda stofnana og starfsfólks hafa verið til fyrirmyndar og eiga þau miklar þakkir skilið.
Nú í vor kom upp loftgæðavandamál í Grundaskóla sem bregðast þurfti við. Stjórnendur og starfsfólk brugðust við vandanum hratt og örugglega og í sameiningu tókst þeim að gera það allra besta úr erfiðum aðstæðum, bæði fyrir starfsfólk og nemendur. Starfsfólkið sýndi vinnustaðnum sínum mikla hollustu , velvild og eftirtektarverða samheldni til þess að skólastarf myndi raskast sem minnst.
Væntingar hafa skapast um að Akraneskaupstaður greiði starfsfólki Grundaskóla út álagsgreiðslur vegna aukins vinnuframlags og breyttra starfsaðstæðna í kjölfar loftgæðavandamála. Skóla- og frístundaráð metur það svo að starfsfólk Grundaskóla eigi að fá greitt samkvæmt kjarasamningi fyrir sitt vinnuframlag líkt og starfsfólk hjá öðrum stofnunum bæjarins.
Tekin hefur verið ákvörðun um að fara í stórfellda fjárfestingu í Grundaskóla til að bæta húsnæði skólans og færa það í þann búning sem nútímakröfur í skólastarfi kalla á. Það er trú skóla- og frístundaráðs að áfram verði skólabragur Grundaskóla til fyrirmyndar og að mannauður skólans blómstri enn frekar með bættri starfsaðstöðu á næstu árum.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign (BD, RBS, SMS, DH, FES og VJ).
Nú í vor kom upp loftgæðavandamál í Grundaskóla sem bregðast þurfti við. Stjórnendur og starfsfólk brugðust við vandanum hratt og örugglega og í sameiningu tókst þeim að gera það allra besta úr erfiðum aðstæðum, bæði fyrir starfsfólk og nemendur. Starfsfólkið sýndi vinnustaðnum sínum mikla hollustu , velvild og eftirtektarverða samheldni til þess að skólastarf myndi raskast sem minnst.
Væntingar hafa skapast um að Akraneskaupstaður greiði starfsfólki Grundaskóla út álagsgreiðslur vegna aukins vinnuframlags og breyttra starfsaðstæðna í kjölfar loftgæðavandamála. Skóla- og frístundaráð metur það svo að starfsfólk Grundaskóla eigi að fá greitt samkvæmt kjarasamningi fyrir sitt vinnuframlag líkt og starfsfólk hjá öðrum stofnunum bæjarins.
Tekin hefur verið ákvörðun um að fara í stórfellda fjárfestingu í Grundaskóla til að bæta húsnæði skólans og færa það í þann búning sem nútímakröfur í skólastarfi kalla á. Það er trú skóla- og frístundaráðs að áfram verði skólabragur Grundaskóla til fyrirmyndar og að mannauður skólans blómstri enn frekar með bættri starfsaðstöðu á næstu árum.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign (BD, RBS, SMS, DH, FES og VJ).
Fundi slitið - kl. 12:00.