Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

183. fundur 01. febrúar 2022 kl. 16:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Dagný Hauksdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Erindi vegna gjaldtöku frístundaheimila desember 2021

2201210

Erindi vegna innheimtu á gjaldi vegna dvalar á frístundaheimili.
Frístundaheimilin á Akranesi voru lokuð frá 17. desember 2021 og fram yfir áramót. Samkvæmt verklagsreglum um starfsemi frístundaheimila á Akranesi er gert ráð fyrir gjaldtöku á þessum tíma.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að verklagsreglum um frístundastarfsemi hjá Akraneskaupstað verði breytt til samræmis við hefð í framkvæmd. Í verklagsreglum segir: "Í sumarfríi, jólafríi og páskafríi er lokað í frístund. Opið er á starfsdögum sem eru á starfstíma nemenda skóla og á foreldraviðtalsdögum stendur þjónusta frístundahemila til boða eins og venjulega daga." og síðar segir "Ofantaldir frídagar á frístundaheimilum og óhefðbundnir skóladagar hafa ekki áhrif á
gjaldtöku."
Ráðið telur ekki viðeigandi að innheimta gjald fyrir virka daga í jólafríi, páskafríi og sumarfríi þegar ekki er boðið upp á þjónustu og leggur til viðeigandi breytingar á verklagsreglum.

2.Verklagsreglur um frístundarstarfsemi hjá Akraneskaupstað

2004103

Rýning á verklagsreglum.

3.Reglur um innritun í grunnskóla Akraneskaupstaðar

2201211

Rýning á verklagsreglum.

4.Tómstundaframlag Akraneskaupstaðar

2201213

Rýning á verklagsreglum.

5.Dagforeldrar - Verklagsreglur

2201214

Rýning á verklagsreglum.

6.Menntastefna- endurnýjun

2002069

Kynning á framvindu í vinnu við menntastefnu Akraneskaupstaðar.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir kynningu á framvindu í verkefninu og vísar málinu inn á næsta fund ráðsins.

7.Skóladagatal skólaárið 2021-2022

2102102

Beiðni Brekkubæjarskóla um að flytja viðtalsdag frá 2. febrúar til 1. mars.
Skóla- og frístundaráð samþykkir beiðni skólastjóra Brekkubæjarskóla.
Fundargerð samþykkt með rafrænum hætti.
BD,RBS, SMS, DH, VJ.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00