Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

200. fundur 05. október 2022 kl. 08:00 - 10:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
  • Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Íslenskar æskulýðsrannsóknir

2207082

Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála fer yfir niðurstöður úr fyrirlögn Íslensku æskulýðsrannsókninni á Akranesi.
Skóla- og frístundaráð þakkar Heiðrúnu fyrir greinargóða kynningu.
Heiðrún víkur af fundi.

2.ÍA - rekstur, samskipti og samningur 2022-2026

2204124

Erindi frá ÍA varðandi áherslur sem þarfnast endurskoðunar og/eða umræðu í tengslum við samning Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness.
Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, Hrönn Ríkharðsdóttir, formaður ÍA og Daníel Sigurðsson Glad, forstöðumaður íþróttamannvirkja sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar Hrönn og Daníel fyrir kynningu á óskum og áherslum Íþróttabandalags Akraness í samræmi við ákvæði samnings þar sem gert er ráð fyrir árlegu samráði um breytingar. Ráðið leggur til að óskirnar verði teknar til skoðunar í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.
Steinar, Hrönn og Daníel yfirgefa fundinn.

3.Leikskóli Skógarhverfi, Asparskógar 25 - hönnun, jarðvinna, húsaleigusamningur og ýmsir samningar (frjáls skráning)

2008156

Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði kemur inn á fundinn undir þessum lið og fer yfir framvindu í byggingu nýs leikskóla við Asparskóga.
Ásbjörn Egilsson kynnir stöðuna í byggingu leikskólans. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir er gert ráð fyrir að rými fyrir elstu börnin verði tilbúið í þriðju viku í október og starfsemi geti hafist í vikunni 24.-28. október.

Áfram er gert er ráð fyrir að allur leikskólinn að utan norður hluta efri hæðarinnar verði tilbúin til notkunar janúar 2023.

Suður hluti lóðarinnar verður tilbúinn í um miðjan október og restin af lóðinni fyrir áramót.
Ásbjörn víkur af fundi.

4.Innanbæjarstrætó

2110009

Fyrirhugað er að hefja akstur frístundastætós á Akranesi á næstu vikum. Skóla- og frístundaráð lagði til að skoðað yrði fyrirkomulag gæslu í bílunum á álagstímum.
Björn Breiðfjörð Gislason, verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði situr fundinn undir þessum lið.

Til að gera sem flestum börnum- og ungmennum kleift að nýta frístundastrætó til iðkunar íþrótta- og tómstundastarfs telur skóla- og frístundaráð mikilvægt að gert sé ráð fyrir viðveru starfsmanns til m.a. að aðstoða yngstu börnin í að nota strætó. Viðvera þessi verði á álagstímum frá kl. 13:30-15:45 á starfstíma grunnskólanna. Skóla- og frístundaráð samþykkir að visa málinu til bæjarráðs þar sem óskað er eftir viðauka kr. 1.000.000,- til að mæta kostnaði við viðveru starfsmanns í frístundabílum fram til 19. desember 2022 og að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna viðveru við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023. Sviðsstjóra er falið að vinna að nánari útfærslu.

Skóla- og frístundaráð leggur áherslu á að akstur frístundastrætós hefjist sem fyrst þrátt fyrir að skipulögð viðvera starfsmanna í bílunum sé ekki tilbúin. Ráðið tekur undir bókun bæjarráðs um nauðsyn þess að kynna verkefnið vel fyrir öllum hagaðilum.
Björn víkur af fundi.

5.Fundargerðir 2022 - menningar- og safnanefnd

2201006

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00