Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Tónlistarskóli - starfsemi
2109146
Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri og Rut Berg Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Akraness fjalla um málefni TOSKA.
Skóla- og frístundaráð þakkar Jónínu og Rut kærlega fyrir góða kynningu á starfsemi Tónlistarskóla Akraness.
Jónína Erna Arnardóttir og Rut Berg Guðmundsdóttir víkja af fundi.
2.Erindi frá stýrihópi um heilsueflandi samfélag
2302152
Erindi frá stýrihópi um Heilsueflandi samfélag varðandi skólamötuneyti og stefnu þar um. Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri fylgir málinu eftir. Kristjana Helga Ólafsdóttir, deildarstjóri fjármála situr einnig fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar stýrihópi um Heilsueflandi samfélag fyrir erindið og leggur til að haldið verði áfram með vinnu um framtíðarskipulag mötuneytismála fyrir stofnanir Akraneskaupstaðar. Sviðstjóra falið að svara erindinu.
Heiðrún Janusardóttir og Kristjana Helga Ólafsdóttir víkja af fundi.
3.Verklagsreglur um starfsemi leikskóla- endurskoðun
2008109
Áheyrnarfulltrúar leikskólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð fór yfir drög að breytingum á verklagsreglum um starfsemi leikskóla Akraneskaupstaðar. Sviðstjóra falið að vinna málið áfram.
Fundi slitið - kl. 10:45.