Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

211. fundur 08. mars 2023 kl. 08:00 - 10:50 á Garðaseli
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
  • Guðný Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara
  • Jónas Kári Eiríksson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Vilborg Guðný Valgeirsdóttir varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Verklagsreglur um starfsemi leikskóla- endurskoðun

2008109

Áheyrnarfulltrúar leikskólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir drög að breytingum á verklagsreglum um starfsemi leikskóla og vísar málinu til bæjarsjórnar.

2.Sveigjanleiki í vistun barna - minnisblað

2303044

Áheyrnarfulltrúar leikskólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögur samkvæmt minnisblaði um sveigjanleika á vistun barna í leikskólum sem felur í sér möguleika á styttingu dvalartíma á föstudögum gegn niðurfellingu gjalda sem því nemur og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.

3.Innritun í leikskóla 2023

2302134

Innritun í leikskóla á Akranesi fyrir starfsárið 2023-2024. Áheyrnarfulltrúar leikskólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Með vísan í reglur um innritun í leikskóla á Akranesi hefur skóla- og frístundaráð ákveðið að viðmiðunaraldur yngstu barna við innritun í leikskóla haust 2023 verði 14 mánuðir. Foreldrar barna fædd út júnímánuð 2022 og eldri geta sótt um fyrir börn sín og verður þeim úthlutað leikskólapláss fyrir næsta skólaár.

Við byggingu nýs sex deilda leikskóla við Asparskóga hefur leikskólaplássum fjölgað umtalsvert í bæjarfélaginu. Við ákvörðun innritunaraldurs fyrir haustið 2022 var horft til þess að Garðasel flytti starfsemi sína í nýtt og stærra húsnæði þá um haustið. Fengu því um 30 fleiri börn leikskólavist en árið áður.

Vegna mikilar fjölgunar barna á leikskólaaldri á yfirstandandi skólaári, ríflegrar inntöku s.l. haust og að útskriftarárgangurinn í vor er tölvert minni en sá hópur barna sem mun innritast í haust er ljóst að verulega hefur gengið á þau leikskólapláss sem sköpuðust við opnun nýs leikskólahúsnæðis. Af þeim sökum neyðist skóla- og frístundaráð til að færa innritunarmörkin fyrir 2022 árganginn um einn mánuð. Fjöldi barna í 2022 árgangi sem fá úthlutað leikskólaplássi í haust, eins og staðan er núna er 65. Í fyrra voru börn í 2021 árganginum sem voru tekin inn 60.

Skóla- og frístundaráð mun fara þess á leit við bæjarráð að nú þegar verði sett af stað vinna við að halda áfram metnaðarfullri uppbyggingu leikskóla hér á Akranesi. Annars er fyrirsjáanlegt að við lendum í þeirri stöðu á næsta ári að við þurfum að hafna börnum á leikskólaaldri um leikskólapláss.
Áheyrnarfulltrúar leikskólanna víkja af fundi.

4.ÍA-samstarf ÍA og Akraneskaupstaðar

2109145

Stjórn Íþróttabandalags Akraness (ÍA) - Hrönn Ríkharðsdóttir, Erla Ösp Lárusdóttir, Gyða Bergþórsdóttir, Emilía Halldórsdóttir og Heiðar Mar Björnsson, Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA og Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar stjórn ÍA, framkvæmdarstjóra og forstöðumanni íþróttamannvirkja fyrir komuna á fundinn. Ráðið telur að reglulegt samtal sem þetta sé grundvöllur að áframhaldandi góðu samstarfi. Rædd voru ýmis sameiginleg málefni s.s. staða íþróttamannvirkja, frístundastyrkur, þjónustusamningar og staða íþróttafélaga innan ÍA.
Stjórn og framkvæmdarstjóri ÍA og forstöðumaður íþróttamannvirkja víkja af fundi.

5.Fundargerðir 2023 - menningar- og safnanefnd

2301006

116. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 8. febrúar 2023.

117. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 22. febrúar 2023.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00