Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

215. fundur 03. maí 2023 kl. 08:00 - 10:00 í Grundaskóla
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
  • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Anney Ágústsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Grundaskóli - starfsemi

2305002

Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla situr fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Sigurði Arnari Sigurðssyni fyrir móttökurnar og góða kynningu á starfsemi Grundaskóla.
Sigurður Arnar Sigurðsson víkur af fundi.

2.Erindi frá Sundfélagi Akraness

2212064

Mat á tilraunarverkefni um lokun sundlaugarinnar á Jaðarsbökkum fyrir almenningi virka daga frá kl. 15:00-17:00. Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja situr fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð frestar afgreiðslu málsins.

3.Opnunartími íþróttamannvirkja

2305003

Á fundi skóla- og frístundaráðs 4.janúar s.l. var til umfjöllunar erindi frá bæjarstjórnarfundi ungafólksins um íþróttalíf á Akranesi sem tók m.a. til opnunartíma íþróttamannvirkja. Daníel Sigurðssyni Glad forstöumanni íþróttamannvirkja var falið að móta tillögur að breytingu á opnunartímum mannvirkjanna sem hann kynnir fyrir ráðinu.
Skóla- og frístundaráð þakkar forstöðumanni íþróttamannvirkja fyrir vel ígrundaðar tillögur varðandi breytingar á opnunartímum. Ráðið mun skoða málið og taka ákvörðun síðar.

4.Heilsuefling eldriborgara - aðgangur að tækjasal

2305001

Aðsent erindi með tillögum að aðgerðum til að auka heilsueflingu eldriborgara.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir erindið og samþykkir að bjóða eldriborgurum sem kaupa aðgang í sund á milli kl. 13:00-15:00 á virkum dögum frítt í þreksalinn á Jaðarsbökkum.
Daníel Sigurðsson Glad víkur af fundi.

5.Menntastefna- endurnýjun

2002069

Kynning á lokaútgáfu Menntastefnu Akraneskaupstaðar.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2023 - menningar- og safnanefnd

2301006

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00