Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Opnunartími íþróttamannvirkja
2305003
Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamála- og íþróttamannvirkja kynnir tillögur á breytingum á opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar Jaðarsbökkum fyrir árið 2024.
2.Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2025-2027
2306146
Tillaga að gjaldskrá fyrir Tónberg lögð fram.
Skóla- og frístundaráð felur sviðstjóra að vinna málið áfram.
3.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins - tillaga ungmennaráðs að breyttu verklagi
2311060
Erini frá ungmennaráði um tillögur að breyttu fyrirkomulagi varðandi bæjarstjórnarfund unga fólksins. Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri forvarnar- og frístundamála situr fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir beiðni ungmennaráðs um að fresta bæjarstjórnarfundi unga fólksins sem fyrirhugaður var 21. nóvember n.k. til seinni hluta janúar mánaðar 2024. Starfsreglur ungmennaráðs eru í endurskoðun í samræmi við áherslur barnvæns sveitarfélags og verða tillögur að breyttum reglum kynntar skóla- og frístundaráði á vormánuðum 2024.
4.Íslenska æskulýðsrannsóknin - niðurstöður vorönn 2023
2311062
Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri forvarnar- og frístundamála fer yfir niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar, vorið 2023.
Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla og Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla sitja fundinn undir þessum lið.
Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla og Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Heiðrúnu fyrir góða kynningu á niðurstöðum Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar og Arnbjörgu og Sigurði fyrir gott samtal. Ráðið tekur undir mikilvægi þess að vinna með niðurstöðurnar á skipulagðan hátt hjá sveitarfélaginu og innan grunnskólanna í miklu samstarfi við foreldra.
5.Málefni leikskólastigsins 2023
2307091
Kynning á fjölda barna í leikskólum Akraneskaupstaðar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Skóla- og frístundaráð samþykkir eftirfarandi breytingar á opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum: Virkir dagar 6:30-22:00 (í stað 6:00-21:00) og um helgar 9:00-19:00 (í stað 9:00-18:00). Nýr opnunartími tekur gildi 1.mars 2024.
Breytingarnar rúmast innan fjárhagsramma íþróttamannvirkjanna og kemur því ekki til kostnaðarauka vegna þessa. Ákvörðun um opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum verður endurskoðuð fyrir 1. desember 2024.