Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

236. fundur 20. mars 2024 kl. 16:00 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdir við mannvirki á skóla- og frístundasviði - reglubundið yfirlit

2402214

Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði kynnir stöðu framkvæmda á skóla- og frístundasviði.
Skóla- og frístundaráð þakkar Önnu Maríu kærlega fyrir yfirlit um stöðu framkvæmda.

2.Ægisbraut - afnot af túni fyrir frjálsar íþróttir

2401271

Fulltrúar stjórnar Umf. Skipaskaga, Guðmunda Ólafsdóttir framkæmdarstjóri ÍA og Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar fulltrúum Umf. Skipaskaga fyrir upplýsandi samtal um málefni félagsins og framtíðarsýn. Stjórn Umf. Skipaskaga hefur lýst yfir áhuga á að fá afnot af túni við Ægisbraut sem æfingasvæði fyrir frjálsar íþróttir. Slétta þarf hluta túnsins og koma upp lágmarks aðstöðu s.s. langstökksgrifju, kúluvarpshring/svæði og gámi fyrir búnað. Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að afla upplýsinga um kostnað við að útbúa svæðið til frjálsíþróttaæfinga í samræmi við umræður á fundinum.
Fulltrúar stjórnar Umf. Skipaskaga, Guðmunda Ólafsdóttir og Daníel S. Glad víkja af fundi.

3.Mánaðayfirlit 2024

2403044

Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri kynnir rekstrarútkomu málaflokksins fyrir árið 2023 og janúaryfirlit 2024.
Skóla- og frístundaráð þakkar Kristjönu fyrir góða yfirferð um fjárhagsstöðu málaflokksins.
Kristjana Ólafsdóttir víkur af fundi.

4.Heildarstefna Akraneskaupstaðar - Bæjarstjórn unga fólksins

2402227

Erindi frá bæjarstjórnarfundi unga fólksins vísað til umfjöllunar í skóla- og frístundaráð.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir erindið og tekur undir mikilvægi þess að verkefni, aðgerðir og mælikvarðar tengdir heildarstefnu Akraneskaupstaðar verði vel kynntir og sýnilegir fyrir íbúum bæjarins. Skóla- og frístundaráð leggur ríka áherslu á að hagsmunamál og sjónarmið barna og ungmenna hafi mikið vægi í forgangsröðun verkefna og að hugað verði sérstaklega að kynningu á heildarstefnunni fyrir börn- og ungmenni.

5.Svæðisbundin farsældarráð

2403194

Umræða um fyrirhuguð svæðisbundin farsældarráð.





Lagt fram til kynningar.

6.Frumvarp til laga um inngildandi menntun

2403196

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00