Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

9. fundur 18. janúar 2001 kl. 17:15 - 19:00

9. fundur skólanefndar Akraness haldinn í Brekkubæjarskóla, fimmtudaginn 18. janúar 2001 kl. 17:15.

Mætt á fundi: Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður,
  Ingibjörg Barðadóttir,
  Sigrún Árnadóttir,
  Jónas Ottósson,
  Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri,
  Margrét Þorvaldsdóttir, fulltrúi kennara,
  Ingileif Daníelsdóttir, fulltrúi kennara.
  Guðbjartur Hannesson, skólastjóri
  Droplaug Einarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 
Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir

Fyrir tekið:

Formaður bauð nýja fulltrúa í skólanefnd velkomna, þau eru Jónas Ottósson, en hann tekur sæti sem Hannes Fr. Sigurðsson skipaði og Droplaug Einarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna sem tekur við af Guðrúnu Jóhannesdóttur.

1. Viðbygging við Grundaskóla, endurbætur á eldra húsnæði Brekkubæjarskóla. Kynntar voru teikningar af viðbyggingu við Grundaskóla og breytingar á eldra húsnæði í Brekkubæjarskóla. Formaður spurði um hvernig undirbúningi fyrir einsetningu væri háttað í Brekkubæjarskóla. Skólastjóri upplýsti að á næstkomandi mánudag yrði fundur vinnuhóps sem hefði það sem að verkefni að undirbúa einsetningu. Í hópnum eru skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, kennararáð og tveir foreldrafulltrúar.

2. Samræmd próf. Kynntar niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk sl. haust.
 Skólastjórar kynntu niðurstöður samræmdra prófa. Betri árangur hefur náðst í stærðfræði á undanförnum árum en ekki er sömu sögu að segja í íslensku.

3. Tónlist fyrir alla. Guðbjartur fór aðeins yfir forsögu verkefnisins. Skólarnir hafa ekki tekið þátt í verkefninu sl. ár. Kostnaður er kr. 155 fyrir hvern nemanda í hvert skipti. Skólastjórar reikna ekki með að taka þátt í verkefninu án þess að sérstakt framlag komi til.

4. Endurmenntun grunnskólakennara árið 2001. Helga gerði grein fyrir að fyrirhugað er að halda námskeið þar sem unnið verður með lífsleikni áætlun skólanna, áhersla mun verða á íslensku næstu tvö ár og væntanlega byrjað með íslenskunámskeið að skólaárinu loknu í vor. Einnig er fyrirhugað að halda stærðfræðinámskeið fyrir kennara sem kenna á unglingastigi. Þetta námskeið er hugmynd stærðfræðikennara við FVA og verður haldið á vorönninni.

5. Skýrsla um vinabæjarferð. Lögð fram til kynningar.

6. Önnur mál.

 Formaður gerði að umtalsefni að jafnréttisstarfshópurinn hefur nú skilað skýrslu. Skólanefnd óskar eftir að fá skýrsluna til skoðunar.

 Guðbjartur sagði frá því að hann ásamt þremur öðrum kennurum hefur fengið launað námsleyfi næsta skólaár.

 Guðbjartur er á leið til Danmerkur á leitarráðstefnu á vegum Sókrates-Comenius áætlunarinnar.


Fleira ekki gert, fundi slitið.


Undirritun fundarmanna:

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00