Skólanefnd (2000-2008)
23. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal, Stillholti 16.- 18 miðvikudaginn 9. október 2002 kl. 16:30.
Mætt á fundi: Ingibjörg Barðadóttir, formaður
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Ingþór B. Þórhallsson,
Jónas H. Ottósson, varaformaður
Sigrún Ríkharðsdóttir,
Ólöf Linda Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
Ingunn Ríkharðsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra
Aðalheiður Þráinsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla
Lárus Sighvatsson, skólastjóri tónlistarskólans
Bryndís Bragadóttir, fulltrúi kennara tónlistarskólans
Ragna Kristmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar
Auk þeirra leikskólafulltrúi Sigrún Gísladóttir og menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir sem ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Málefni leikskólanna.
· Tillaga frá leikskólastjórum og leikskólafulltrúa sem fram var lögð á síðast skólanefndarfundi; ¨þar sem gert er ráð fyrir að heimilað verði að helmingur rýma á leikskóladeild verði heilsdagsrými.¨ Skólanefnd styður framkomna tillögu en mun endurskoða þessa ákvörðun að ári með tilkomu viðbyggingar við Vallarsel.
· Ósk leikskólafulltrúa um að starfsfólk leikskóla fái að ráðstafa einu degi á skólaárinu til endur- og símenntunar. Skólanefnd mælir með því við bæjarráð að þessi ósk verði samþykkt með þeim skilyrðum að þessum degi verði valinn staður með hliðsjón af skóladagatali grunnskólanna þannig að grunnskólanemendur eigi frí þennan dag. Einnig að námskeiðsdagurinn verði haldinn sama dag í öllum leikskólunum.
2. Málefni gæsluvallar. Skólanefnd hefur fjallað um málefni gæsluvallar og styður framkomna tillögu um að gæsluvöllurinn verði lagður niður og síðasta starfsár hans hafi verið sl. sumar.
Áheyrnarfulltrúar vegna leikskólamála véku af fundi.
3. Málefni Tónlistarskólans á Akranesi. Á fundinn mætti Lárus Sighvatsson skólastjóri, og áheyrnarfulltrúarnir. Lárus gerði grein fyrir starfsemi tónlistarskólans. Lárus dreifði skóladagatali, lista yfir kennara, upplýsingum um aldursdreifingu nemenda og hvernig nemendur dreifast á hljóðfæri. Einnig upplýsingum um tekjur tónlistarskólans af nemendagjöldum. Rætt um biðlista en tæplega 70 manns eru á biðlista eftir námi. Einnig rætt um að tónlistarskólinn sjái um forskólakennslu í grunnskólunum. Skipulagið væri þannig að nemendur í 1. bekk fengju eina kennslustund á viku og í öðrum bekk væru tvær kennslustundir fyrir hvern nemenda. Skýrsla um fyrirkomulag forskólakennslu í Reykjanesbæ er væntanleg í vetur. Kennsla er í báðum grunnskólunum á vegum tónlistarskólans og gengur vel. Lárus benti einnig á að nýjar námskrár eru að líta dagsins ljós sem setja ramma í kringum alla kennslu í skólanum. Lárus greindi skólanefnd einnig frá kjörum skólaritara sem ekki hafa fengist leiðrétt eða endurmetin. Einnig kom fram að verið er að herja á tónlistarskólana með að skrifa undir samning um að greiða gjald vegna ljósritunar á tónlistarefni.
4. Önnur mál . Ekkert lá fyrir undir liðnum önnur mál.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00