Skólanefnd (2000-2008)
31. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal, Stillholti 16-18 þriðjudaginn 24. júní 2003 kl. 17:30.
Mætt á fundi: Björn S. Lárusson, formaður
Eydís Aðalbjörnsdóttir,
Ingþór B. Þórhallsson,
Sigrún Ríkharðsdóttir,
Anna Margrét Tómasdóttir, varamaður
Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri
Guðbjartur Hannesson, skólastjóri
Ingileif Daníelsdóttir, fulltrúi kennara
Margrét Ákadóttir, fulltrúi kennara
Einnig sat Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs fundinn og ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Málefni grunnskólanna.
Ráðning skólastjóra við Brekkubæjarskóla. Skólanefnd lagði fram eftirfarandi greinargerð vegna skólastjóraráðningar í Brekkubæjarskóla: Umsóknarfresti lauk 11. júní og þá höfðu 4 umsóknir borist. Eftirtaldir sóttu um starfið:
· Auður Hrólfsdóttir kt.280355-5509
· Borghildur Jósúadóttir kt. 101252-7019
· Kristrún Lind Birgisdóttir kt, 200671-5899
· Skarphéðinn Gunnarsson kt. 011264-5579
Skólanefnd ákvað eftir að hafa farið yfir umsóknirnar að kalla alla umsækjendur til viðtals að Skarphéðni undanskildum. Viðtölin fóru fram 18. og 20. júní. Haft var samband við umsagnaraðila og þannig aflað viðbótarupplýsinga um umsækjendur.
Við mat á umsækjendum var tekið tillit til menntunar, kennsluferils, starfsaldurs, stjórnunarreynslu og umsagna um starfshæfni umsækjanda.
Skólanefnd telur að þeir umsækjendur sem hún ræddi við séu hæfir til að gegna starfi skólastjóra. En að teknu tilliti til allra matsþátta þá telur skólanefnd Auði Hrólfsdóttur hæfast til að gegna starfi skólastjóra Brekkubæjarskóla. Skólanefnd mælir með því að Auður verði ráðin skólastjóri Brekkubæjarskóla frá 1. ágúst 2003.
2. Önnur mál.
Ingi Steinar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn kennari við Brekkubæjarskóla næsta ár. Ingi Steinar þakkaði skólanefnd fyrir samstarfið og gat þess að hann hefði setið skólanefndarfundi í um 30 ár, ýmist sem skólastjóri eða kjörinn fulltrúi. Formaður þakkaði Inga Steinari fyrir farsæl störf sem skólastjóri í Brekkubæjarskóla.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:45