Skólanefnd (2000-2008)
37. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, miðvikudaginn 31. mars 2004 kl. 16:30.
Mætt á fundi: Björn S. Lárusson, formaður
Ingþór B. Þórhallsson,
Jónas H. Óttósson,
Sigrún Ríkharðsdóttir,
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Áheyrnarfulltrúar: Aðalheiður Þráinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla
Ingunn Ríkharðsdóttir, leikskólastjóri
Ólöf Linda Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
Einnig Sigrún Gísladóttir, leikskólafulltrúi og Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs sem ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Endurskoðun á reglum um sérkennslu á leikskólum. Akraneskaupstaðar.
Leikskólafulltrúi hefur ásamt sálfræðingum menningar- og fræðslusviðs unnið að endurskoðun gildandi reglna. Fyrirliggjandi drög hafa verið kynnt leikskólastjórum og deildarstjórum sérkennslu í leikskólunum. Markmiðið með breytingunum er að gera reglurnar skýrari og markvissari. S
kólanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs til staðfestingar.
2. Endurskoðun á verklagsreglum.
Leikskólafulltrúi kynnti drög að endurskoðuðum verklagsreglum. Helstu breytingar snúa að opnunartíma leikskóla en einnig forgang varðandi leikskóladvöl. Í fyrirliggjandi tillögu er eingöngu um orðalagsbreytingu að ræða þar sem gert er ráð fyrir staðfestingu frá sérfróðum aðilum þegar óskað er eftir forgangi vegna aðstæðna barns.
Skólanefnd vill fjalla frekar um verklagsreglurnar áður en þær verða sendar til bæjarráðs.
Inntaka í leikskóla Akraness haustið 2004.
Leikskólafulltrúi gerði grein fyrir því að útlit er fyrir að þegar búið er að ráðstafa þeim plássum sem losna í sumar þá muni þau börn sem fædd voru seinni hluta árs 2002 ekki fá leikskóladvöl. En öllum öðrum óskum foreldra verður hægt að mæta. Fjöldi þeirra barna sem um ræðir að fái ekki leikskóladvöl er á milli 20-25 börn. Þessi hópur bíður ýmist eftir 6 klst. dvöl f.h. eða leikskóladvöl allan daginn. Talsverðar umræður urðu um málið.
Skólanefnd mun fjalla um málið fljótlega.
3. Önnur mál.
Leikskólafulltrúi kynnti ósk frá leikskólastjórum um að bætt verði inn í verklagsreglur ákvæði sem taki til þess að breytingar á dvalartíma skv. dvalarsamningi verði að gilda í það minnsta þrjá mánuði. Þessar breytingar verður að tilkynna með amk. 15 daga fyrirvara og miðast við mánaðarmót.
Ingunn sagði frá því að fulltrúi frá landlæknisembætti hefði komið í Garðasel og gert úttekt á leikskólastarfinu. Leikskólinn fær heimild til að skilgreina leikskólann sem heilsuleikskóla frá og með 1. júni n.k.
Helga kynnti bréf sem barst skólanefnd 31. mars frá tveimur leikskólakennurum, Guðríði Sigurjónsdóttir og Ragnheiði D. Ragnarsdóttur, þar sem því er mótmælt að forgangur barna leikskólakennara að leikskóladvöl skuli hafa verið afnuminn. Rifjað var upp að um ár er síðan að þessi breyting var gerð á verklagsreglunum og á þeim tíma var þessi breyting ágætlega kynnt og afgreitt á fundi þar sem fulltrúar starfsfólks leikskóla og fulltrúi leikskólastjóra voru til staðar. Einnig var bent á að það markmið, sem bæjaryfirvöld settu sér, að hafa tvo leikskólakennara á deild, hefur náðst. Sömuleiðis kom fram í umræðunni að erfitt er að verja að einn starfsstétt hafi forgang umfram aðra.
Fleira ekki gert ? fundi slitið kl. 17:30