Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

49. fundur 14. september 2005 kl. 17:15 - 18:15

49. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, miðvikudaginn 14. september 2005 kl. 17:15.


Mætt á fundi: Jóhanna Hallsdóttir, formaður
 Jónas H. Ottósson, varaformaður
 Sigrún Ríkharðsdóttir
 Eydís Aðalbjörnsdóttir
Áheyrnarfulltrúar:      Auður S. Hrólfsdóttir, skólastjóri
 Guðbjartur Hannesson, skólastjóri
 Guðrún Guðbjarnadóttir, fulltrúi grunnskólakennara
 Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara
 Guðmundur Þorvaldsson, fulltrúi foreldra leikskólabarna  
Einnig sat Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs fundinn og ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:


1. Málefni grunnskóla.

Skólastjórar kynntu helstu áherslur í vetrarstarfinu. Auður sagði frá því að nemendur í Brekkubæjarskóla eru 432 í 22 bekkjardeildum. Starfsmenn eru samtals 74. Ýmislegt nýtt er á dagskrá sem kynnt var í gögnum sem Auður hefur lagt fram. Foreldrafærninámskeið fyrir foreldra 1. bekk hefur verið haldið og 20. september verður foreldrafærninámskeið fyrir foreldra nemenda í 8. bekk. Auður dreifði ritinu Litli lýsingur sem dreift er til allra foreldra. Gerð verður tilraun með að vera með námsefniskynningu í tveimur árgöngum að morgni. Sú tilraun verður metin. Í Brekkubæjarskóla verður áfram Comeniusarsamstarf og þróunarverkefni sem tengist samsamstarfi heimilis og skóla gegnum Mentor. Guðbjartur  sagði frá því að nemendur í skólanum eru 518 í 26 bekkjardeildum. Starfsmenn eru samtals 71. Guðbjartur kynnti helstu nýmæli í starfi skólans, innra mat skólans mun snúa að því sem fram fer í skólastofunni með áherslu á líðan og metnað nemenda. Guðbjartur sagði frá því að skólinn væri líka að draga lærdóm af námsferð til Bamble í Noregi. Skólinn mun taka þátt í tveimur Comeniusarverkefnum auk annarra þróunarverkefna. Grundaskóla hefur verið skipt upp þannig að 7. til  10. bekkur eru á unglingastigi. Tvö stór verkefni verða unnin í Grundaskóla í vetur annars vegar að hanna umferðarvef og sinna hlutverki móðurskóla í umferðarfræðslu og hins vegar söngleikur sem frumsýndur verður í nóvember. Umræður urðu um ýmsar upplýsingar sem fram koma í gögnum frá skólunum.


2. Önnur mál. Ekkert lá fyrir undir liðnum önnur mál.

 

Fundi slitið kl.18:15


 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00