Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

57. fundur 05. apríl 2006 kl. 16:30 - 18:00

57. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, miðvikudaginn 5. apríl 2006 kl. 16:30.


 

Mætt á fundi:              Sigrún Ríkharðsdóttir

                                 Ólöf Ólafsdóttir, varamaður

                                 Ingþór Bergmann Þórhallsson

Áheyrnarfulltrúar        Guðbjartur Hannesson, grunnskólastjóri

                                 Arnbjörg Stefánsdóttir, aðstoðarskólastjóri                

                                 Sigríður Ellen Blummenstein, fulltrúi foreldra grunnskólabarna

                                 Guðrún Guðbjarnadóttir, fulltrúi grunnskólakennara

                                 Hildur Karen Aðalbjörnsdóttir fulltrúi grunnskólakennara

 

Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri stýrði fundi og skrifaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.  Skýrsla starfshóps um málefni heilsdagsskólans.

Skólanefnd hefur kynnt sér  skýrsluna og styður að tillaga um íþrótta- og tómstundaskóla fyrir nemendur í 1. og 2. bekk komist til framkvæmda á komandi hausti.

 

2.  Skýrsla um íþróttaiðkun barna og unglinga á Akranesi.

Skólanefnd fagnar útkomu skýrslunnar og vonar að framhald verði á tölfræðilegum úttektum á næstu árum.

 

3.  Skóladagatal 2006 ?2007. 

Skólastjórar kynntu tillögu að skóladagatali vegna skólaársins 2006-2007. Skólasetning er fyrirhuguð 23. ágúst og skólaslit 5. júní 2007. Vetrarfrí er fyrirhugað 26., 27. og 30. október og mun Fjölbrautaskóli Vesturlands einnig vera með miðannarfrí á sama tíma. Umsagnir hafa borist frá báðum foreldraráðum skólanna. Umsögn foreldraráðs Grundaskóla er á þann veg að foreldraráðið er á móti vetrarfríi og telur ráðið að skólahald eigi að byrja seinna í ágúst sem nemur vetrarfríi. Umsögn foreldraráðs Brekkubæjarskóla er á sama veg, andstaða er við vetrarfrí og mælt með að skóla ljúki fyrr að vori sem nemur vetrarfríi.  Guðbjartur kynnti niðurstöðu skoðanakönnunar meðal starfsfólks Grundaskóla og meirihluti starfsmanna er meðmæltur vetrarfríi. Miklar umræður urðu um málið. Guðbjartur lagði til að málinu yrði vísað aftur til umfjöllunar í skólunum. Ákveðið að er að fjalla aftur um málið á fundi skólanefndar 26. apríl.

 

Gutti vill fjallað verði um fyrirkomulag vitnisburðar í tengslum við skóladagatal. Hann lagði fram tillögu frá skólastjórn Grundaskóla þar sem lagt er til að skólaárið verði stytt um tvo daga og vitnisburður verði utan skólatíma nemenda. Ef ekki verður fallist á það þá fái skólarnir heimild til að greiða kennurum tvisvar á skólaárinu vegna vitnisburðar utan skólatíma.

 

4.  Fundi slitið kl. 18:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00