Skólanefnd (2000-2008)
58. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, miðvikudaginn 3. maí 2006 kl. 16:30.
Mætt á fundi: Jóhanna Hallsdóttir, formaður
Jónas H. Ottósson, varaformaður
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Ingþór Bergmann Þórhallsson
Sigrún Ríkharðsdóttir
Áheyrnarfulltrúar Guðbjartur Hannesson, grunnskólastjóri
Arnbjörg Stefánsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Guðrún Guðbjarnadóttir, fulltrúi grunnskólakennara
Hildur Karen Aðalbjörnsdóttir fulltrúi grunnskólakennara
Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri sat fundinn og skrifaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Skóladagatal 2006 -2007.
Fyrir fundinum lá tillaga að skóladagatali sem gerð var á sameiginlegum fundi skólastjórna og fulltrúa foreldraráða og foreldrafélaga. Gert er ráð fyrir að skóli hefjist 24. ágúst n.k., vetrarfrí verði daganna 27. og 30. október og að skólaslit verði 4. júní 2007. Skóladagar verða 177 en ekki verður felld niður kennsla vegna vitnisburðar.
Eydís Aðalbjörnsdóttir og Ingþór Bergmann Þórhallsson lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaðir fulltrúar í skólanefnd geta ekki fallist á hvernig staðið er að málum varðandi skóladagatal grunnskólanna næsta skólaár. Okkur finnst ekki við hæfi í jafn umdeildu máli sem vetrafrí er, að blanda þeirri umræðu inn í kjaramál kennara eins og skólastjórnendur gera. Hvernig borga eigi fyrir vitnisburð tvisvar á ári á ekki heima í skóladagatalsgerð heldur í kjaraviðræðum við bæjaryfirvöld. Ljóst er í núverandi kjarasamningum er ekki gert ráð fyrir sérlaunum fyrir vitnisburð og samkvæmt kjarasamningum eru skóladagar nemenda 180 og hver þeirra skuli vera jafnlangur og stundaskrá nemandans segir til um fyrir hvern þeirra. (gr, 2.5)"
Hrönn Ríkharðsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég vil mótmæla þeirri fullyrðingu fulltrúa minnihluta skólanefndar um að gerð skóladagatals sé tengd kjarasamningum eða kjarasambaráttu kennara."
Sigrún Ríkharðsdóttir óskað eftir að bóka eftirfarandi:
"Ég undirrituð vil bóka mótmæli við bókun minnihlutans í skólanefnd þar sem umræðan um skóladagatal og vitnisburð var ekki tekin í sömu umræðu. Ég tel þetta vera pólitískan útúrsnúning og engum til gagns."
Skóladagtal vegna skólaársins 2006 ? 2007 var síðan samþykkt af meiri hluta skólanefndar.
Tveir fulltrúar minnihluta, Eydís Aðalbjörnsdóttir og Ingþór Bergmann Þórhallsson sátu hjá. S
Skólastjórum falið að kynna skóladagatalið fyrir foreldrum.
2. Fréttir af vorstarfi grunnskólanna.
Hrönn kynnti að kennarar í Grundaskóla munu kynna markmið með vorstarfinu fyrir foreldrum. Vorþemað mun standa yfir í fjóra daga, þá munu 5. ? 10. bekkingar vera frá kl. 8:00 ? 12:00 í starfi. 1. ? 4. bekkingar munu vera í skólanum sinn venjubundna tíma.
Valgarður deildarstjóri Brekkubæjarskóla kynnti markmið með vorstarfi í Brekkubæjarskóla og upplýsti um að fyrirkomulag væri um margt svipað milli skóla þ.e.a.s. það sem snýr að skólatíma nemenda. Vorþemað mun taka yfir þrjá daga. Áhersla er á að virkja vináttu milli nemenda og virðingu fyrir umhverfi.
3. Fundi slitið kl. 18:15