Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

65. fundur 21. febrúar 2007 kl. 17:00 - 18:30

65. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal  miðvikudaginn 21. febrúar 2007 kl.17:00.


 

Mætt á fundi:              Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður

                                 Ingþór B. Þórhallsson, varaformaður

                                 Sveinn Kristinsson

                                 Halla Ingibjörg Guðmundsdóttir

                                 Gunnar F. Hafsteinsson

Áheyrnarfulltrúar  leikskólanna:

Brynhildur Björg Jónsdóttir fulltrúi leikskólastjóri

Ásta Huld Jónsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla

Guðbjartur Hannesson, skólastjóri

Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri

Valdís Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna

Sigurveig Kristjánsdóttir, fulltrúi kennara Grundaskóla

                                                                 

Fundinn sat einnig Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri sem skrifaði fundargerð.


 

1. Málefni leikskólanna.

 

  • Umsóknir um verkefnisstyrk. Tvær umsóknir bárust um verkefnisstyrk leikskóla. Leikskólinn Vallarsel sækir um styrk vegna verkefnis sem hefur að markmiði að tengja saman heimspeki og tónlist í starfi leikskólans. Leikskólinn Garðasel sækir um styrk vegna verkefnis sem snýr að því að semja námskrá sem tekur mið af færni og þroska barna eftir aldri og samþætta við skólanámskrá Garðasels og aðalnámskrá leikskóla. Skólanefnd telur að báðar umsóknir beri vitni um faglegt starf leikskólanna og umbótavilja. Skólanefnd úthlutar verkefnisstyrk vegna ársins 2007 til leikskólans Vallarsels. Sveinn tekur ekki þátt í umræðum eða afgreiðslu nefndarinnar vegna tengsla við annan umsækjanda.

 

2. Málefni grunnskóla.

 

  • Rætt um þjónustu mötuneyta grunnskólanna. Skólanefnd telur að vel hafi tekist til með þjónustu mötuneytanna en vill hvetja stjórnendur til að taka mið af markmiðum manneldisráðs og hvetja til aukinnar neyslu ávexta og grænmetis og reynt sé eftir föngum að hafa fjölbreyttan matseðil. Fram kom í umræðum að grunnskólarnir nota handbækur frá Lýðheilsustöð og skipta við birgja sem Lýðheilsustöð mælir með.
  • Um samræmd próf. Skólanefnd fagnar því að foreldrar fá prófgögn barna sinna til baka. Mikilvægt er að skólarnir móti skriflega stefnu og viðmið um hvernig niðurstaða prófanna er nýtt fyrir nemendur til að koma til móts við þarfir hvers og eins. Það gefur enn  betra tækifæri til að foreldrar, barn og umsjónarkennari nýti niðurstöðurnar til að gera áætlanir um þætti sem þarf að styrkja eða aðrar þær aðgerðir sem þörf er á.
  • Bréf  frá menntamálaráðuneytinu þar sem upplýst er um fyrirhugaðar rannsóknir næstu ár sem snerta grunnskólabörn og leitað eftir áframhaldandi stuðningi við að spurningalistar verði lagðir fyrir nemendur. Skólanefnd styður það og telur mikilvægt að skólastjórar forgangsraði hvaða kannanir verða lagðar fyrir nemendur. Ofangreindar rannsóknir eru samanburðarrannsóknir og góður árangur hefur náðst við að nota niðurstöður rannsóknanna í forvarnarskyni. Eðlilegt hlýtur að teljast að sveitarfélögin fái niðurstöðurnar ókeypis vegna sinna nemenda.
  • Rætt um stundatöflur grunnskólanna. Fram hefur komið fyrirspurn um hvort grunnskólarnir geti samræmt skólatíma yngstu grunnskólanemenda þar sem það auðveldar skipulag tómstundaþátttöku þeirra. Málin rædd.

 

3. Önnur mál. 

 

Formaður boðaði fund um húsnæðismál tónlistarskólans fimmtudaginn 22. febrúar  kl. 18:30 í bæjarþingsal.

 

Brynhildur Björg vakti athygli skólanefndar á því að undanfarin ár hafa leikskólarnir Garðasel og Vallarsel haft aðgang að einum íþróttatíma í viku með íþróttakennara en sl. haust komst þessi tími ekki í stundatöflu íþróttahússins. Björg telur þetta vera mikilvægan þátt í Brúum bilið starfinu og hvetur til þess að þessi tími komist í stundatöflu næsta vetur.

 

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18:30

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00