Stjórn Akranesstofu (2008-2013)
3. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn þriðjudaginn 10. júní 2008 í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:30.
Mættir: Þorgeir Jósefsson, formaður
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir
Hjördís Garðarsdóttir
Bergþór Ólason
Valgarður L. Jónsson
Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Fyrir tekið:
Stjórnin frestar afgreiðslu ársreikningsins þar sem Hvalfjarðarsveit hefur ekki tilnefnt fulltrúa sinn til setu á fundum stjórnarinnar þegar fjallað er um málefni Byggðasafnsins.
2. Umsögn lögmanns um bréf Þórdísar Gylfadóttur.
Álit lögmanns bæjarins staðfestir heimild sveitarfélagsins til að setja reglur um aldurstakmark á tjaldstæðum bæjarins. Verkefnastjóra falið að koma áliti lögmannsins til bréfritara.
3. 17. júní.
Verkefnastjóri kynnti skipulagningu og fyrirkomulag hátíðahaldanna.
4. Írskir dagar.
Farið yfir drög að verklagsreglum vegna aldurstakmarks á tjaldstæðum bæjarins á Írskum dögum 2008.
5. Önnur mál.
Bréf frá formönnum foreldrafélaga grunnskólanna og FVA. Verkefnastjóra falið að koma erindinu á framfæri við skipuleggjendur Lopapeysunnar 2008 og tómstunda- og forvarnanefnd.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30.