Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

14. fundur 19. mars 2009 kl. 17:00 - 18:20

14. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn fimmtudaginn 19. mars 2009 í fundarherbergi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.

_____________________________________________________________ 

Mættir:        Þorgeir Jósefsson, formaður

                    Ólafur Helgi Haraldsson, varamaður

                    Rún Halldórsdóttir, varamaður

                    Hrönn Ríkharðsdóttir, varamaður

                    Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir, varamaður

                    Arnheiður Hjörleifsdóttir, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar

Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð. 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

_____________________________________________________________ 

Fyrir tekið: 

1.   Kútter Sigurfari

      Formaður kynnti stöðu mála varðandi möguleika á endurgerð Kútters

      Sigurfara með það að markmiði að koma skipinu í sjófært ástand. 

      Jafnframt voru lagðar fram tillögur Atvinnuráðgjafar SSV um fyrsta

      áfanga verkefnisins; nauðsynlegar mælingar, teikningar, niðurrif og

      förgun og flutning nýtanlegra hluta skipsins til skipasmíðastöðvarinnar

      Skipavíkur ehf. í Stykkishólmi, þar sem endurgerðin færi fram að

      verulegu leiti sem atvinnuátaksverkefni.

      Stjórnin samþykkir að óska eftir því við eigendur kúttersins að ráðist

      verði í fyrsta áfanga endurgerðar Kútters Sigurfara samkvæmt

      áðurnefndum tillögum.

2.   Staða samninga vegna Safnasvæðisins

      Formaður gerði grein fyrir stöðu samningaviðræðna  

      Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar annars vegar og Vætta ehf.

      hins vegar um rekstur og uppbyggingu á Safnasvæðinu að Görðum.   

      Lögð voru fram drög að samkomulagi ásamt fylgigögnum.

      Stjórn Akranesstofu vísar málinu til bæjarráðs Akraness og

      sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar til ákvarðanatöku.

3.   Viskubrunnur í Álfalundi ? staða verkefnisins.

      Umræðum frestað til næsta fundar.

4.   Önnur mál

      Umræðum frestað til næsta fundar.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00