Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)
Ár 2003, mánudaginn 17. mars kl. 20:00 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum.
______________________________________________________________
Til fundarins komu: Sveinn Kristinsson,
Jón Gunnlaugsson,
Jósef H. Þorgeirsson,
Ása Helgadóttir,
Hallfreður Vilhjálmsson,
Helgi Ómar Þorsteinsson.
______________________________________________________________
Þetta gerðist á fundinum:
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt með þeirri viðbót að samstarfssamningur safnasvæðisins að Görðum var samþykktur á fundinum.
2. Jón Allansson lagði fram og fór ítarlega yfir ársskýrslu safnsins fyrir árið 2002.
3. Jóhann Þórðarson endurskoðandi lagði fram og útskýrði ársreikninga fyrir árið 2002. Umræður urðu nokkrar og svöruðu Jóhann og Jón fyrirspurnum og athugasemdum.
4. Jóhann lagði fram sundurgreiningu tekna safnsins árið 2002.
5. Ársreikningur safnsins var samþykktur af hálfu stjórnar og undirritun vísað til eignaraðila.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Jón Gunnlaugsson (sign)
Ása Helgadóttir (sign)
Helgi Ómar Þorsteinsson (sign)
Hallfreður Vilhjálmsson (sign)
Sveinn Kristinsson (sign)
Jón Allansson (sign)