Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)
Ár 2003, miðvikudaginn 24. september kl. 20:00 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum.
Til fundarins komu: Sveinn Kristinsson, Jón Gunnlaugsson, Jósef H. Þorgeirsson, Hallfreður Vilhjálmsson, Ása Helgadóttir, Jóna Adolfsdóttir og Marteinn Njálsson.
Auk þeirra sat Jón Allansson, forstöðumaður, fundinn.
Þetta gerðist á fundinum:
1. Jón Allansson greindi frá aðsókn á þessu ári sem er meiri en nokku sinni. Rúmlega 21.000 gestir hafa komið á safnasvæðið til dagsins í dag.
2. Jón lagði fram sundurliðað rekstrar- og framkvæmdayfirlit með athugasemdum um kostnað sem færður er á markaðsstarf.
Samþykkt að forstöðumaður taki saman greinargerð um málið og leggi fyrir næsta fund.
3. Rætt um Stúkuhúsið, sem ákveðið er að flytja á Safnasvæðið á næsta ári, en gera verður ráð fyrir þessum framkvæmdum í næstu fjárhagsáætlun.
4. Lagður fram samningur um afnot af húsinu Fróðá á Safnasvæðinu.
Samningurinn var samþykktur.
5. Lagt fram uppkast að samkomulagi milli Akraneskaupstaðar og Snorrastofu um samstarf.
Stjórnin mælir með samþykkt samningsins.
6. Tveir erlendir sérfræðingar komu í ágúst s.l. og skoðuðu kútter Sigurfara og er álitsgerð þeirra væntanleg mjög bráðlega.
7. Stjórninni er boðið á opnun atvinnuvegasýningar n.k. föstudag kl. 15:00.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Hallfreður Vilhjálmsson (sign)
Jón Gunnlaugsson (sign)
Marteinn Njálsson (sign)
Jóna Adolfsdóttir (sign)
Sveinn Kristinsson (sign)
Ása Helgadóttir (sign)
Jón Allansson (sign)