Fara í efni  

Stjórn Byggðasafnsins að Görðum (2013-2014)

9. fundur 10. apríl 2014 kl. 17:00 - 18:05 Stúkuhúsinu að Görðum
Nefndarmenn
  • Hjördís Garðarsdóttir formaður
  • Valdimar Þorvaldsson aðalmaður
  • Þorgeir Jósefsson ritari
  • Ása Helgadóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
  • Stefán Lárus Pálsson varamaður
  • Anna Leif Elídóttir verkefnisstjóri
  • Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum
Fundargerð ritaði: Þorgeir Jósefsson ritari
Dagskrá
Þetta gerðist:
Formaður setti fundinn og var gengið til dagskrár.

1.Byggðasafnið í Görðum - ársreikningur 2013.

1404052

Ársreikningur Byggðasafnsins 2013. Andrés Ólafsson, fjármálastjóri Akraneskaupstaðar mætti á fundinn og fór yfir ársreikning safnisins fyrir árið 2013.
Rekstarartekjur safnsins voru 42,0 mkr. og rekstargjöld fyrir afskriftir voru 43,1 mkr. Þar af eru reiknaðar viðbótarlífeyrisskuldbindingar 2,0 mkr. Reiknaðar afskriftir eru 3,7 mkr. þannig að tap ársins fyrir fjármagnsliði er 5,1 mkr.Heildareignir safnsins eru 64,7 mkr. Eigið fé er 28,5 mkr., skuldir 11,3 mkr. og lífeyrisskuldbindingar eru 24,9 mkr.Stjórn Byggðasafnsins í Görðum samþykkir ársreikning safnsins fyrir árið 2013 og staðfestir hann með undirritun sinni.Andrés yfirgaf fundinn kl. 17:20.

2.Minningarsjóður Jóns Gunnlaugssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur - framtíð sjóðsins.

1302025

Stjórn Minningarsjóðs Jóns Gunnlaugssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur samþykkti á fundum sínum þann 13. nóv. 2013 og 26. feb. 2014 að veita 10 mkr, til Byggðasafnsins til lagfæringar og varðveislu á bátnum Sæunni og fleiri munum frá Bræðraparti.
Bæjarráð skipaði starfshóp þann 27. febrúar 2014, sem hefur það hlutverk að gera tillögur um það hvernig þessum styrk verður varið. Í starfshópnum eru:Jón Már Richardsson, formaðurHjördís GarðarsdóttirJón AllanssonStarfshópurinn hefur fundað tvisvar sinum og á að skila tillögum sínum til bæjarráðs fyrir 1. maí 2014.

3.Safnaskálinn - reglur um sýningarsal

1311066

Reglur um nýjan sýningarsal í Safnaskálanum.
Forstöðumaður lagði fram drög að reglum um notkun á sýningarsalnum í Safnaskálanum.Stjórn Byggðasafnsins í Görðum samþykkir reglurnar með þeim breytingum sm gerðar voru á þeim á fundinum og felur forstöðumanni að koma þeim á framfæri

4.Byggðasafnið - endurskoðun söfnunarstefnu

1402149

Drög að söfnunarstefnu Byggðasafnsins.
Forstöðumaður lagði fram drög að endurskoðaðri söfnunarstefnu safnsins. Stjórn Byggðasafnsins í Görðum samþykkir endurskoðaða söfnunarstefnu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Forstöðumanni falið að ganga frá söfnunarstefnunni og nálgast undirskriftir stjórnarmanna.

5.Byggðasafnið - safnasjóður

1311067

Lagt fram bréf frá Safnaráði dagsett 24. mars 2014, þar em upplýst er að Byggðasafninu í Görðum hafi verið veitt viðurkenningarskjal frá mennta- og menningarmálaráðherra þar sem fram kemur að safnið er viðurkennt safn samkvæmt safnalögum nr. 141/2011.
Stjórnin lýsir ánægju sinni með að safnið hafi fengið þessa viðurkenningu.

Fundi slitið - kl. 18:05.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00