Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)
12. fundur. Ár 2003, miðvikudaginn 9. apríl, kom stjórn Grundartangahafnar saman til fundar á skrifstofu Klafa að Grundartanga og hófst hann kl. 16:00.
Mættir voru: Sigurður Sverrir Jónsson,
Gunnar Sigurðsson,
Sigurður Valgeirsson,
Guðni Tryggvason,
Ásbjörn Sigurgeirsson.
Áheyrnarfulltrúi: Helgi Þórhallsson.
Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri Grundartangahafnar og Guðmundur Eiríksson, framkvæmdastjóri Klafa ehf.
Fyrir tekið:
1. Ársreikningur Grundartangahafnar fyrir árið 2002.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu fjárhagsstærðum reikingsins. Hafnarstjórn samþykkir ársreikninginn.
2. Afrit bréfs Skilmannahrepps og Hvalfjarðarstrandarhrepps til Orkuveitu Reykjavíkur vegna vatnsmála.
Lagt fram.
3. Boðun fulltrúa Umhverfisstofnunar til fundar til að kynna ný lög um urðun úrgangs.
Lagt fram.
4. Drög að frumáætlun Siglingastofnunar vegna stækkunar Grundartangahafnar.
Drögin lögð fram, en ítarlegri greinargerð verður lögð fram á næsta fundi. Gerð er grein fyrir tveimur valkostum við stækkun annars vegar 200 metra lengingu og hins vegar 250 metra lengingu. Nokkur umræða varð um ýmis atriði varðandi fyrirhugaða stækkun.
5. Drög að áætlun um fjárstreymi vegna stækkunar Grundartangahafnar - unnin af Jóhanni Þórðarsyni.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir áætluninni, en hún verður unnin betur og dregin saman í aðalatriði.
6. Fyrirspurn um matsskyldu Grundartangahafnar vegna stækkunar. Svarbréf Siglingastofnunar og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins.
Lögð fram fyrirspurn Hönnunar hf. til Skipulagsstofnunar og þau svarbréf sem borist hafa. Niðurstaða málsins liggur væntanlega fyrir í maímánuði.
7. Viðhaldsverkefni - samantekt Lárusar Ársælssonar hjá Hönnun hf.
Guðmundur gerði grein fyrir helstu verkefnum sem fram koma í samantektinni, en þar eru tilgreind 14 verkefni sem brýnt er að huga að, en kostnaður við þau er gróflega metinn á 5,7 ? 10,7 mkr. Ákveðið að taka málið upp að nýju á næsta fundi, en Guðmundur mun þá leggja fram forgangsröðun verkefna.
8. Ný hafnalög.
Lögð fram. Hafnarstjórn samþykkir að leita eftir sameignlegum fundi með hafnarstjórn Akraness m.a. til að fara yfir ný hafnarlög og fleira.
9. Fulltrúaráðsfundur.
Ákveðið að halda fulltrúaráðsfund föstudaginn 9. maí n.k. kl.11:00.
10. Skoðunarferð um hafnarsvæðið.
Hafnarstjórn fór um hafnarsvæðið og skoðaði aðstæður m.a. þau svæði þar sem nauðsynlegt er að huga að viðhaldsverkefnum.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00