Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)
Fundur í stjórn Grundartangahafnar þriðjudaginn 23. mars 2004 á skrifstofu Akraneskaupstaðar við Stillholt 16-18 og hófst hann kl. 11:00.
Mættir; Gunnar Sigurðsson,
Sigurður Sverrir Jónsson,
Sigurður Valgeirsson,
Ásbjörn Sigurgeirsson,
Guðni Tryggvason.
Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri og Guðmundur Eiríksson.
1. Viljayfirlýsing eigenda Reykjavíkurhafnar, Akraneshafnar, Grundartangahafnar og Borgarneshafnar, dags. 9. mars 2004, um sameiningu hafnanna frá 1. janúar 2005 ásamt fréttatilkynningu.
Lögð fram. Hafnarstjóri fór yfir málið.
2. Samningur Grundartangahafnar við Hönnun hf. Admon hf. og Rafhönnun hf. um hafnarvernd.
Stjórnin samþykkir samninginn og felur hafnarstjóra að undirrita hann.
3. Skýrsla Guðmundar Eiríkssonar, dags. 11.3.2004 um vatnsveitumál.
Lögð fram. Guðmundur fór yfir ýmis atrið sem fram koma í skýrslunni, s.s. framvindu mála varðandi hafnavernd, skipulagsmál og vatnsmál, viðhaldsframkvæmdir. Rætt var um tillögur að aðgerðum vegna hafnaverndar s.s. girðingar o.fl. kveðið var að hitta fulltrúa Hönnunar áður en gengiið er frá endanlegum tillögum um afmörkun svæðisins. Varðandi skipulagsmál var rætt um nauðsyn þess að ganga frá deiliskipulagi vegna stækkunar hafnarinnar. Guðmundur greindi frá fyrirhugðum fundi með fulltrúum OR um vatnsmál.
4. Staða mála varðandi rafskautaverksmiðju. Frumhugmyndir varðandi aðstöðu á hafnasvæðinu.
Hafnarstjóri fór yfir stöðu málsins og er honum heimilað að vinna áfram að undirbúningi að drögum á hafnarsamningi vegna verkefnisins.
5. Skipulagsmál.
5.1. Bréf Hönnunar, dags. 16.2.2004, varðandi kynningu á breytingu á deiliskipulagi vegna nýrrar aðkeyrslu.
5.2. Bréf Skilmannahrepps, dags. 9. 2. 2004, varðandi skilgreiningu á landnotkun á landi Klafastaða.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að koma athugasemdum stjórnarinnar varðandi umfang athafnasvæðisins á framfæri og er lögð áhersla á að stærri hluti landsins falli undir fyrirhugað aðalskipulag og að miðað verði við landamerki Klafastaða í norðri en austan þjóðvegar nr. 1.
6. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 20. 2. 2004, þar sem tilkynnt er um að hafnasambandsþing verði haldið 28. og 29. október 2004 í Reykjavík.
Lagt fram.
7. Bréf Ásthildar Sturludóttur, ódags., þar sem samþykktir Cruise Iceland eru sendar til kynningar.
Lagt fram.
8. Bréf Skattstjóra Vesturlandsumdæmis, dags. 9.2. 2004, varðandi virðisaukaskatt.
Lagt fram.
9. Bréf Öryggismiðstöðvar Íslands, dags. 22. 1. 2004, þar sem boðin er fram fagleg ráðgjöf og búnaður vegna öryggismála.
Lagt fram.
10. Bréf Bláfánans á Íslandi dags. 24.1. 2004, þar sem vakin er athygli á Bláfánanum.
Lagt fram.
11. Deiliskpulag Grundartangahafnar.
Samþykkt að fela Guðmundi að láta vinna deiliskipulag vegna stækkunar hafnarinna.
12. Undirbúningur stækkunar Grundartangahafnar.
Guðmundur gerði grein fyrir stöðu málsins.
13. Bréf SSV dags. 1. mars 2004 þar sem óskað er eftir styrk vegna ráðstefnu um iðnaðarsvæðið á Grundartanga.
Hafnarstjórn samþykkir erindið.
14. Ársreikningur Grundartangahafnar fyrir árið 2003.
Hafnarstjóri fór yfir helstu atriði samningsins. Hafnarstjórn samþykkir reikninginn.
15. Samningur um kaup á grjóti vegna stækkunar Grundartangahafnar.
Hafnarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur hafnarstjóra undirritun hans.
16. Bréf Norðuráls hf. Varðandi útgáfu og meðferð reikninga, dags.15. 12. 2003.
Lagt fram.
17. Bréf Spalar hf. dags. 18. 3. 2004 varðandi greiðslu arðs.
Lagt fram.
15. Önnur mál.
Gerð var grein fyrir viðræðum hafnarstjóra og formanns hafnarstjórar við fulltrúa Áburðarverksmiðjunnar hf.
Ákveðið var að halda fund fljótlega aftur og hafa hann inn á
Grundartangaa þar sem m.a. verði farið yfir ýmis mál varðandi
hafnarverndina.
Fleira ekki gert,
Fundi slitið kl.