Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
Fundinn sátu: Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður, Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, Kristján Sveinsson, Margrét Magnúsdóttir, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna, Hallveig Skúladóttir hjúkrunarforstjóri og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fyrir var tekið:
1. Viðburðaryfirlit
Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 28.maí til 4.september 2016.
2. Árshlutareikningur Höfða 1.1. - 30.6.2016
Framkvæmdstjóri fór yfir árshlutareikning Höfða fyrir tímabilið 1.1. til 30.6.2016. Samkvæmt árshlutauppgjörínu námu rekstrartekjur tímabilsins 369,7 mkr. og rekstrargjöld 438 mkr. án fjármagnsliða og afskrifta, þar af gjaldfærðar lífeyrisskuldbindingar 57,2 mkr. Afskriftir námu 12,5 mkr.og fjármagnsliðir nettó 10 mkr. Tap af rekstri nam 90,8 mkr. Veltufé til rekstrar nam 17 mkr., handbært fé frá rekstri nam 22,2 mkr. og fjármögnunarhreyfingar námu 23,5 mkr. Lækkun á handbæru fé nam 1,2 mkr. og var handbært fé 136 mkr. í lok tímabilsins.
3. Rekstraryfirlit Höfða frá 1. janúar til 31. júlí 2016
Lagt fram.
4. Staða á samningaviðræðum við SÍ
Lagt fram stöðuyfirlit frá félagsfundi SFV frá 8.ágúst og ályktun félagsfundar.
5. Rekstur Höfða
Hjúkrunarforstjóri fór yfir nýgerðar breytingar á vaktafyrirkomulagi á Höfða. Einnig var lagt fram yfirlit yfir reiknaðar umönnunarstundir eftir deildum Höfða. Framkvæmdastjóri lagði fram tilboð frá Timian í aðgang að innkaupa- og matarvef. Samþykkt að vísa málinu til frekari umfjöllunar við fjárhagsáætlunagerð 2017.
Fleira ekki gert.