Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
Fundinn sátu: Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður, Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, Kristján Sveinsson, Margrét Magnúsdóttir, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna, Hallveig Skúladóttir hjúkrunarforstjóri og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fyrir var tekið:
1. Vistunarmál
Samþykkt vistun þriggja einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
2. Viðburðaryfirlit
Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 20. desember 2016 til 30. janúar 2017.
3. Rekstraryfirlit Höfða 1.janúar til 30.nóvember 2016
Lagt fram.
4. Samkomulag um uppgjör á lífeyrisskuldbindingum Höfða
Undirritaður samningur Höfða, Akraneskaupstaðar, ríkissjóðs íslands, Brúar lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga um fullnaðaruppgjör lífeyrisskuldbindinga Höfða. Stjórn Höfða samþykkir samninginn og vill við þetta tækifæri færa sérstakar þakkir til Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra og Ólafs Adolfssonar formanns bæjarráðs fyrir þeirra framlag við lausn málsins.
5. Ráðningarbréf um endurskoðun
Ráðningarbréf um endurskoðun ásamt almennum viðskiptaskilmálum við Endurskoðunarstofuna Álit ehf. Lagt fram.
6. Bréf til velferðarráðuneytis dags. 28.desember 2016
Í ljósi fjárlaga 2017, þar sem gert er ráð fyrir viðbót upp á 700 milljónir króna til hjúkrunar- og dvalarrýma, var send beiðni frá Höfði til velferðarráðuneytisins um fjölgun hjúkrunarrýma um fjögur. Lagt fram.
7. Endurnýjun bifreiðar fyrir ferðaþjónustu fatlaðra
Verðkönnun fór fram vegna kaupa og breytinga á þjónustubifreið fyrir ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra á Akranesi og voru verðboð opnuð þann 22.desember 2016. Eitt verðboð barst í verkið:
BL. Kr. 10.967.853 Kostnaðaráætlun verkkaupa kr. 12.000.000
Stjórn Höfða veitir framkvæmdastjóra heimild til að ganga frá verksamningi við bjóðanda á grundvelli verðboðsgagna. Fjármögnun kaupa verður í samræmi við samning um ferðaþjónustu fyrir aldraða og fatlaða við Akraneskaupstað.
8. Breytingar á húsnæði Höfða
Framkvæmdastjóri fór yfir framvindu og kostnað varðandi breytingar á húsnæði Höfða.
9. Önnur mál
Ólína Ingibjörg varaformaður stjórnar hvað sér hljóðs og vildi þakka fyrir ánægjulegt samstarf í stjórn Höfða. Stjórn Höfða vill þakka Ólínu Ingibjörgu fyrir gott samstarf og henni er óskað velfarnaðar í nýju starfi sem hjúkrunardeildarstjóri á Höfða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.10