Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

77. fundur 30. október 2017 kl. 16:30 - 18:15 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

 

 

Fundinn sátu: Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður, Hörður Helgason varaformaður, Kristján Sveinsson, Margrét Magnúsdóttir, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna, Hallveig Skúladóttir hjúkrunarforstjóri og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:  

1. Vistunarmál

Samþykkt vistun fyrir þrjá einstaklinga, sjá trúnaðarbók.

2. Viðburðaryfirlit

Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 25. september til 29. október 2017.

3. Rekstraryfirlit Höfða 1. janúar til 31. ágúst 2017

Lagt fram.

4. Viðauki I við fjárhagsáætlun 2017

Samkvæmt viðauka I fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 861,6 mkr. og hækki um 32,5 mkr. frá upphaflegri áætlun.  Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nemi 819,5 mkr. og hækka um 18,5 mkr. frá upphaflegri áætlun.  Afskriftir eru óbreyttar frá upphaflegri áætlun.  Fjármagnsliðir hækka um 2,4 mkr. vegna nýrrar lántöku vegna uppgjörs á lífeyrisskuldbindingu. Undir óreglulegum liðum kemur gjaldfærsla upp á 147 mkr. vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindingar hjá A-deild Brúar lífeyrissjóðs. Gert er ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu á árinu upp á 145 mkr. Í viðauka I kemur til eignfærsla vegna breytinga á húsnæði upp 7,3 mkr. og vegna bifreiðakaupa upp á 8,7 mkr. Stjórn Höfða samþykkir viðauka I við fjárhagsáætlun 2017.

5. Fjárhagsáætlun 2018-2021

Samkvæmt framlagðri áætlun fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 912,8 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nemi 883,3 mkr. Afskriftir nema 27,6 mkr. og fjármagnsliðir nema nettó 19,8 mkr.  Tap af rekstri nemi 17,8 mkr.  Handbært fé frá rekstri nemi 14 mkr., fjárfestingahreyfingar nemi 123,3 mkr. og fjármögnunarhreyfingar nemi 122,8 mkr.  Hækkun á handbæru fé nemur 13,5 mkr. og að handbært fé í árslok verði 71,7 mkr. Lögð fram til fyrri umræðu ásamt greinargerð framkvæmdastjóra.

6. Bréf til velferðarráðuneytis dags. 24. október 2017

Með bréfi til heilbrigðisráðherra hefur verið óskað eftir heimild ráðuneytisins til að fjölga dagdvalarrýmum um 5 rými. Auk þess er óskað eftir því að breyta 10 almennum dagdvalarrýmum í dagdvalarrými fyrir heilabilaða. Lagt fram ásamt afritum af bréfum velferðar- mannréttindaráðs Akraneskaupstaðar og heimahjúkrunar HVE vegna sama máls til velferðarráðuneytisins.

7. Tillaga framkvæmdastjóra varðandi launasamanburð

Framkvæmdastjóri leggur fram tillögu um að fenginn verði aðili til að gera launasamanburð á störfum starfsmanna Höfða eftir því hvort þeir tækju laun samkvæmt kjarasamningum samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga eða samkvæmt kjarasamningum samninganefndar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Stjórn Höfða felur framkvæmdastjóra að leita verðhugmynda í slíka úttekt og leggja fyrir stjórn.

8. Fundargerð afmælisnefndar dags. 20. október 2017

Lögð fram.

9. Önnur mál

Framkvæmdastjóri lagði fram erindi frá útgáfufyrirtækinu SagaZ ehf. um þátttöku Höfða í ritinu „Ísland ,atvinnuhættir og menning 2020“. Stjórn Höfða hafnar erindinu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00