Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Vistunarmál
Samþykkt vistun fyrir níu einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 1.9.2021:
Hjúkrunarrými: 32 einstaklingar.
Dvalarrými: 7 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 29 einstaklingar.
2. Rekstraryfirlit 1. janúar til 30. júní 2021
Lagt fram.
3. Fjárhagsáætlun 2021 – viðauki
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Höfða fyrir árið 2021 ásamt greinargerð framkvæmdastjóra.
Breytingar gera ráð fyrir 80,9 mkr. hækkun á áætluðum tekjum og til 39 mkr. hækkunar á rekstrargjöldum. Auk þess til 1 mkr. hækkunar á fjármagnsliðum. Breytingar í viðauka leiða til jákvæðrar rekstrarniðurstöðu upp á 323 þús.kr. sem er breyting upp á 40,9 mkr. frá upphaflegri áætlun sem gerði ráð fyrir verulegum hallarekstri. Viðauki 1 gerir ráð fyrir hækkun á handbæru fé um 21 mkr. og nemur það 180 mkr. í árslok 2021.
Stjórn Höfða samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2021.
4. Sérhæfð dagdvalarrými
Svarpóstur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) dags.25.8.21 við beiðni Höfða um breytingu á samsetningu dagdvalarrýma þar sem fram kemur að SÍ er reiðubúið að ganga til samninga við Höfða um 20 almenn rými og 5 sérhæfð rými fyrir einstaklinga með heilabilun.
Stjórn Höfða felur framkvæmdastjóra samningagerð við SÍ varðandi breytinguna.
5. Drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraðra
Lögð fram drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða „Virðing og reisn“ unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið í júní 2021, ásamt umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drögin.
6. Fundargerðir framkvæmdanefndar, dags. 22.12.20 og 30.08.21
Lagðar fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00