Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Vistunarmál
Samþykkt vistun fyrir átta einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 2.3.2022:
Hjúkrunarrými: 30 einstaklingar.
Dvalarrými: 12 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 26 einstaklingar.
2. Rekstraryfirlit 1. janúar til 31. desember 2021
Lagt fram.
3. Jafnlaunastefna
Stjórn Höfða samþykkir að taka upp sameiginlega jafnlaunastefnu með Akraneskaupstað sem samþykkt var af bæjarstjórn Akraness þann 22. febrúar 2022.
4. Tillaga varðandi endurskoðun á fæðisgjaldi starfsmanna
Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu sem gerir ráð fyrir hækkun á verði fæðismiða úr kr. 185 í kr. 194.
Hver máltíð er 3 fæðismiðar og er því verð pr. máltíð kr. 582 eftir hækkun.
Hækkunin tekur gildi frá og með 1. apríl 2022.
5. Erindi frá starfsmanni Höfða ódags.
Lagt fram.
Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu í samræmi umræður á fundinum.
6. Fundargerðir framkvæmdanefndar, dags. 17.1., 8.2. og 17.2.2022
Lagðar fram.
7. Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:48