Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

126. fundur 04. apríl 2022 kl. 16:30 - 17:58 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Björn Guðmundsson
  • Helgi Pétur Ottesen
Starfsmenn
  • Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna
  • Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri
  • Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:

1. Ársreikningur 2021
Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarstofunni Álit ehf. fór yfir ársreikninginn ásamt framkvæmdastjóra.
Samkvæmt ársreikningi námu rekstrartekjur Höfða 1.286 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta námu 1.171 mkr. Afskriftir námu 25,8 mkr. og fjármagnsliðir nettó 30,9 mkr. Framlög vegna fyrra árs námu 7,2 mkr. Rekstrarafkoma ársins er jákvæð um 65,5 mkr.
Handbært fé hækkar um 156 mkr. og nam 293,7 mkr. í árslok 2021.
Stjórn og framkvæmdastjóri staðfesta ársreikninginn með undirskrift sinni.

2. Endurskoðunarskýrsla 2021
Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarstofunni Álit ehf. fór yfir skýrsluna. Stjórn þakkar Jóhanni fyrir yfirferð á skýrslunni.
Lögð fram.

3. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir sex einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 31.3.2022:
Hjúkrunarrými: 29 einstaklingar.
Dvalarrými: 14 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 27 einstaklingar.

4. Fundargerð framkvæmdanefndar, dags. 28.3.2022
Lögð fram.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:58

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00