Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

142. fundur 27. nóvember 2023 kl. 16:30 - 17:52 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Björn Guðmundsson varaformaður
  • Elsa Lára Arnardóttir
  • Helgi Pétur Ottesen
  • Aldís Þorbjörnsdóttir fulltrúi starfsmanna
Starfsmenn
  • Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri
  • Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
1. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir þrjá einstakling, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 23.11.2023:
Hjúkrunarrými: 40 einstaklingar.
Dvalarrými: 5 einstaklingar (dvalarrými ekki lengur í rekstri á Höfða).
Hvíldarinnlagnir: 47 einstaklingar.
 
2. Rekstraryfirlit 1. janúar til 30. september 2023
Framkvæmdastjóri fór yfir framlagt rekstraryfirlit fyrir fyrstu níu mánuði ársins.
 
3. Fjárhagsáætlun 2024
Samkvæmt framlagðri áætlun fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 1.654,4 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nema 1.574,4 mkr. Afskriftir nema 32,4 mkr. og fjármagnsliðir nema nettó 46,5 mkr. Aðrir liðir nema 94,7 mkr. Hagnaður af rekstri án annarra liða nemi 1 mkr. en með öðrum liðum nemi tap 93,7 mkr. Handbært fé til rekstrar nemi 65,7 mkr. og fjármögnunarhreyfingar nemi nettó 198 mkr. Hækkun á handbæru fé nemi 132,2 mkr. og að handbært fé í árslok verði 227,8 mkr.
Lögð fram til seinni umræðu og samþykkt.
 
4. Fjárhagsáætlun 2025-2027
Lögð fram til seinni umræðu og samþykkt.
 
5. Fundargerð framkvæmdanefndar, dags. 23.11.23
7 gild tilboð bárust í útboðsverkið „Höfði - Endurnýjun þak- og veggklæðninga ásamt gluggum“:
 
Tindhagur ehf 190.073.366 kr. 140% af kostn.áætlun
Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar 145.676.070 kr. 107% af kostn.áætlun
Sjammi ehf 169.030.008 kr. 124% af kostn.áætlun
Land og verk 187.434.347 kr. 138% af kostn.áætlun
K16 ehf 174.983.800 kr. 129% af kostn.áætlun
Fagerlund ehf 262.812.912 kr. 193% af kostn.áætlun
MHV ehf 202.805.050 kr. 149% af kostn.áætlun
 
Kostnaðaráætlun hönnuða 136.128.100 kr.
 
Eftir yfirferð útreiknings tveggja lægstu tilboða leggur framkvæmdanefnd til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar um verkið.
Stjórn Höfða samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda og felur framkvæmdastjóra að undirrita verksamning.
 
6. Starfsmannamál
a) Forvarnir og viðbragðsáætlun Akraneskaupstaðar og Höfða
Framkvæmdastjóri fór við drög að sameignlegri stefnu Höfða og Akraneskaupstaðar um forvarnir og viðbragðsáætlun Höfða og Akraneskaupstaðar um einelti, kynbundin áreitni, kynnferðisleg áreitni og ofbeldi (EKKO).
Stjórn Höfða samþykkir framlögð drög að stefnu og felur framkvæmdastjóra og hjúkrunarforstjóra innleiðingu hennar.
b) Trúnaðarmál
 
7. Önnur mál
a) Stækkun Höfða
Framkvæmdastjóri kynnti hugmyndir að stækkun Höfða.
b) Erindi frá Ernu Hafnes v.málverks.
Stjórn Höfða felur framkvæmdastjóra afgreiðslu erindisins.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:52
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00